Fasteignaskattur í Reykjavík hækkar um tuttugu þúsund krónur á íbúð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2022 22:22 Leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík, þeir Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Stöð 2 Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækkar um 21 prósent að meðaltali núna um áramótin, og á sérbýli um 25 prósent. Borgin er eina stóra sveitarfélagið sem lætur fordæmalausa hækkun fasteignamats leggjast af fullum þunga á þegna sína. Eftir sem áður verður Reykjavík ekki með hæstu fasteignaskattana á næsta ári. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fasteignaskattar reiknast sem hlutfall af fasteignamati og þegar það mat hækkar langt umfram almenna verðlagsþróun, þá er ekki von á góðu fyrir fasteignaeigendur, nema sveitarfélögin lækki álagningarprósentur sínar á móti. Og það var einmitt það sem forystumenn flestra fjölmennustu sveitarfélaganna lýstu yfir í vetrarbyrjun, þegar þeir kynntu fjárhagsáætlanir sínar, að yrði gert. Álagningarprósentur yrðu lækkaðar svo hækkun fasteignaskatta færi ekki mikið umframt verðlagsþróun. Ráðamenn Reykjavíkur eru þó undantekningin. Afleiðingin er sú að í borginni þurfa menn að þola tvöfalt ef ekki ennþá meiri skattahækkun en flestir aðrir landsmenn. Hér má sjá skattahækkunina að meðaltali á íbúðareigendur í Reykjavík. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Grafík/Kristján Jónsson Þannig hækkar meðal fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík úr 96 þúsund krónum upp í 116 þúsund krónur, samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Skattahækkunin nemur 20 þúsund krónum, eða 20,7 prósentum. Meðal fasteignaskattur á íbúð í fjölbýli fer úr 82 þúsund krónum upp í 98 þúsund krónur. Það er nærri 16 þúsund króna skattahækkun, eða 19,2 prósenta hækkun. Meðal skattur á sérbýli fer úr 138 þúsund krónum upp í 173 þúsund krónur. Þetta er skattahækkun upp á 35 þúsund krónur, eða 25,2 prósent. Þegar álagningarprósentur á íbúðarhúsnæði í sex stærstu sveitarfélögunum eru bornar saman sést að fasteignaskattur í Reykjavík helst áfram 0,18 prósent af fasteignamati. Álagningarhlutföll fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins.Grafík/Kristján Jónsson Í Kópavogi lækkar skatturinn úr 0,20 niður í 0,17. Prósentan í Hafnarfirði helst óbreytt en þar verður vatnsgjald í staðinn lækkað til að heildarhækkun fasteignagjalda fari ekki yfir 9,5 prósent. Í Reykjanesbæ lækkar prósentan úr 0,30 niður í 0,25, á Akureyri úr 0,33 niður í 0,31 og í Garðabæ úr 0,179 niður í 0,166. Garðabær og Kópavogur verða þannig með lægsta skattinn en Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri talsvert hærri en Reykjavík. Meðal fasteignaskattur árið 2022 á íbúð í fjölbýlishúsi í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins, samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Grafík/Kristján Jónsson Prósentan segir þó ekki alla söguna því fasteignaverð er mismunandi eftir bæjarfélögum og landshlutum. Þannig sést í samanburði á meðal skatti á íbúð í fjölbýlishúsi á árinu sem er að líða að Reykjavíkurborg fékk hærri skatt af hverri íbúð en Reykjanesbær, þrátt fyrir mun lægri skattprósentu. Kópavogur og Hafnarfjörður fengu svo hæsta skattinn af fjölbýli að meðaltali. Meðal fasteignaskattur árið 2022 á sérbýlishús.Grafík/Kristján Jónsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Borgarstjórn Hús og heimili Fjármál heimilisins Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Reykjanesbær Akureyri Garðabær Tengdar fréttir Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. 1. júní 2022 19:21 Hyggjast mörg hver lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að bregðast við hækkun fasteignamatsins sem kynnt var í gær en gjöldin hafa aldrei áður hækkað jafn mikið í einu skrefi frá bankahruninu 2008. 1. júní 2022 07:15 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði. 6. maí 2022 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fasteignaskattar reiknast sem hlutfall af fasteignamati og þegar það mat hækkar langt umfram almenna verðlagsþróun, þá er ekki von á góðu fyrir fasteignaeigendur, nema sveitarfélögin lækki álagningarprósentur sínar á móti. Og það var einmitt það sem forystumenn flestra fjölmennustu sveitarfélaganna lýstu yfir í vetrarbyrjun, þegar þeir kynntu fjárhagsáætlanir sínar, að yrði gert. Álagningarprósentur yrðu lækkaðar svo hækkun fasteignaskatta færi ekki mikið umframt verðlagsþróun. Ráðamenn Reykjavíkur eru þó undantekningin. Afleiðingin er sú að í borginni þurfa menn að þola tvöfalt ef ekki ennþá meiri skattahækkun en flestir aðrir landsmenn. Hér má sjá skattahækkunina að meðaltali á íbúðareigendur í Reykjavík. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Grafík/Kristján Jónsson Þannig hækkar meðal fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík úr 96 þúsund krónum upp í 116 þúsund krónur, samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Skattahækkunin nemur 20 þúsund krónum, eða 20,7 prósentum. Meðal fasteignaskattur á íbúð í fjölbýli fer úr 82 þúsund krónum upp í 98 þúsund krónur. Það er nærri 16 þúsund króna skattahækkun, eða 19,2 prósenta hækkun. Meðal skattur á sérbýli fer úr 138 þúsund krónum upp í 173 þúsund krónur. Þetta er skattahækkun upp á 35 þúsund krónur, eða 25,2 prósent. Þegar álagningarprósentur á íbúðarhúsnæði í sex stærstu sveitarfélögunum eru bornar saman sést að fasteignaskattur í Reykjavík helst áfram 0,18 prósent af fasteignamati. Álagningarhlutföll fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins.Grafík/Kristján Jónsson Í Kópavogi lækkar skatturinn úr 0,20 niður í 0,17. Prósentan í Hafnarfirði helst óbreytt en þar verður vatnsgjald í staðinn lækkað til að heildarhækkun fasteignagjalda fari ekki yfir 9,5 prósent. Í Reykjanesbæ lækkar prósentan úr 0,30 niður í 0,25, á Akureyri úr 0,33 niður í 0,31 og í Garðabæ úr 0,179 niður í 0,166. Garðabær og Kópavogur verða þannig með lægsta skattinn en Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri talsvert hærri en Reykjavík. Meðal fasteignaskattur árið 2022 á íbúð í fjölbýlishúsi í sex fjölmennustu sveitarfélögum landsins, samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Grafík/Kristján Jónsson Prósentan segir þó ekki alla söguna því fasteignaverð er mismunandi eftir bæjarfélögum og landshlutum. Þannig sést í samanburði á meðal skatti á íbúð í fjölbýlishúsi á árinu sem er að líða að Reykjavíkurborg fékk hærri skatt af hverri íbúð en Reykjanesbær, þrátt fyrir mun lægri skattprósentu. Kópavogur og Hafnarfjörður fengu svo hæsta skattinn af fjölbýli að meðaltali. Meðal fasteignaskattur árið 2022 á sérbýlishús.Grafík/Kristján Jónsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Borgarstjórn Hús og heimili Fjármál heimilisins Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Reykjanesbær Akureyri Garðabær Tengdar fréttir Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. 1. júní 2022 19:21 Hyggjast mörg hver lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að bregðast við hækkun fasteignamatsins sem kynnt var í gær en gjöldin hafa aldrei áður hækkað jafn mikið í einu skrefi frá bankahruninu 2008. 1. júní 2022 07:15 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði. 6. maí 2022 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts. 1. júní 2022 19:21
Hyggjast mörg hver lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að bregðast við hækkun fasteignamatsins sem kynnt var í gær en gjöldin hafa aldrei áður hækkað jafn mikið í einu skrefi frá bankahruninu 2008. 1. júní 2022 07:15
Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47
Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði. 6. maí 2022 06:00