Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 09:54 Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, segir að ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Aðsend Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur. Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Vegum á Íslandi, þá sérstaklega á Suðausturlandi, hefur ítrekað verið lokað síðustu daga vegna veðurs. Þegar vegirnir eru lokaðir kemst enginn um þá og neyðast ferðamenn til að dvelja til lengri tíma í Reykjavík eftir að hafa ætlað sér að ferðast um landið. Margir hverjir hafa bókað sér ferðir með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sitja eftir með gífurlegt tekjutap. Milljóna tap Ingólfur Axelsson, forstjóri Tröllaferða, gagnrýnir það að landið sé auglýst sem heilsársferðamannastaður þegar loka þarf vegum í marga daga í senn. „Ísland er búið að eyða milljörðum í að markaðssetja sig sem heilsársáfangastað en núna er þetta allt í hakki yfir jólin. Við erum með tíu daga þar sem við höfum varla náð að halda rútínu sem er frekar langt. Það sem við verðum fyrir núna er að við verðum að aflýsa ferðum fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Við erum kannski búin að aflýsa hundrað ferðum á tólf dögum, síðan 16. desember. Þetta er orðið dálítið mikið,“ segir Ingólfur í samtali við fréttastofu. Tröllaferðir bjóða upp á ferðir um land allt.Aðsend Það sem hefur verið verst fyrir ferðaþjónustuna er lokun milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Að mati Ingólfs varði hún allt of lengi. Nú er búið að opna veginn á ný en hann segist nú þurfa að velta því fyrir sér hvort það taki sig að senda ferðamenn þangað enda gæti veginum verið lokað á svipstundu á ný. „Þannig við verðum ekki bara að taka ákvörðun hvort við ættum að senda rúturnar út út af veðrinu heldur verðum við líka að hugsa hvað Vegagerðin ætlar að gera. Og þeir eru ekkert að upplýsa okkur um það. Að sjálfsögðu getum við ekkert gert í því þegar það er vont veður, þá er bara lokað. Það er bara flott. Allir sammála um það. Auðvitað á ekki neinn að keyra fram hjá lokun, það skapar bara enn þá meiri vandræði,“ segir Ingólfur. Rúturnar eru lausnin Hann vill þó meina að fyrirtæki sem bjóða upp á rútuferðir séu lausnin. Fólk sem er í rútu er augljóslega ekki að þvælast um á bílaleigubíl í vetrarfæri. „Að sjálfsögðu þarf að skipuleggja þetta betur, moksturinn. Það vantar meiri mannskap. Ég hef rætt bæði við fólk á Kirkjubæjarklaustri og í Vík, það vantar bara mannskap til að sinna verkefnum,“ segir Ingólfur. Hann vill þó ekki að umræðan snúist um að fólkið í mokstrinum sé ekki að sinna sinni vinnu enda gerir það sitt besta allan sólarhringinn. Draumadvölin á Íslandi (Reykjavík) Ingólfur segir að það þurfi að vera með vakt allan sólarhringinn hjá þeim sem sjá um moksturinn ef þörf er á. Það gangi ekki að sinna vegum eins og einhverjir áhugamenn. Mokstur sé ekki átta til fjögur starf þó honum sé oft sinnt þannig. „Okkar tjón er samt ekkert aðalmálið heldur eru þarna tíu þúsund farþegar búnir að kaupa sér ferðir til Íslands sem eru ekki að fá ferðina. Þú kaupir þér ferð til Íslands, búinn að safna þér fyrir því. Svo mætir þú hingað og situr eftir í Reykjavík og allar leiðir út úr borginni ófærar. Það skilja allir þegar það er brjálað veður en svo kemur næsti dagur og veðrið orðið gott, þá situr þú enn eftir í Reykjavík og færð ekki ferðina sem þú keyptir þér,“ segir Ingólfur.
Veður Snjómokstur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira