Stjórnmál til friðar Andrés Ingi Jónsson skrifar 23. desember 2022 15:00 Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Kjarnorka Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fátt er betra í aðdraganda jólanna en að ganga saman á Þorláksmessukvöld og krefjast friðar í heiminum. Á sama tíma og við sameinumst í kröfunni fyrir friði getum við litið inn á við og hugsað hvernig við getum betur beitt okkur í þágu friðsælli heims á nýju ári. Sérstaklega á þetta við okkur sem störfum í stjórnmálum, því við verðum ekki bara dæmd af orðum og friðargöngum, heldur þeim aðgerðum sem við stöndum fyrir. Hér langar mig þess vegna að nefna þrennt sem þingfólk getur gert eftir áramót til að stunda stjórnmál til friðar. 1. Tökum betur á móti fólki á flótta Ein erfiðasta afleiðing ófriðar er að fólk þarf að flýja heimkynni sín í leit að öryggi. Þetta hefur Evrópa heldur betur fengið að reyna eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Stríðið hefur gert milljónir að flóttafólki, en þar hefur Ísland gert vel í að taka á móti þúsundum sem hafa leitað til okkar. Hversu vel íslensk stjórnvöld hafa staðið að móttöku úkraínsks flóttafólks leiðir hins vegar óhjákvæmilega hugann að því hvernig tekið er á móti fólki á flótta undan stríðsátökum annars staðar í heiminum. Erum við nokkuð búin að gleyma þotunni sem var fyllt af flóttafólki sem stjórnvöld vísuðu brott, beinustu leið á götuna í Grikklandi í haust? Í vélinni var m.a. fólk frá Írak, Palestínu og Afganistan – fólk að flýja stríð og átök. Félagsmálaráðherra þótti brottvísunin „óskaplega erfitt mál“, en virtist þá hafa gleymt skaðræðisfrumvarpi Jóns Gunnarssonar sem snýst fyrst og fremst um að ganga enn lengra í svona málum. Ítrekaðar brottvísanir íslenskra stjórnvalda á fólki inn í brotið hæliskerfi Grikklands stuðla ekki að friði í heiminum. Þær gera lítið úr rétti fólks á flótta, auka á erfiðleika grískra stjórnvalda við að tryggja öryggi flóttafólks og ýta á Evrópu að velta vandanum yfir á ríki rétt utan við álfuna – eins og Tyrkland og Líbýu, þar sem réttindi fólks eru enn minni. Eitt það besta sem stjórnarþingmenn geta gert í þágu mannúðar og friðar á nýju ári er að hætta að styðja útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar og koma í lið með þeim sem vilja styrkja stöðu fólks á flótta. 2. Sýnum í verki að Ísland vilji afvopnun Það vantar ekki fögur orð hjá ráðamönnum þegar kemur að afvopnunarmálum, en minna er um aðgerðir þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland t.d. með formennsku í Norðurlandaráði, þar sem hluti af dagskránni verður alþjóðleg ráðstefna um friðarmál með áherslu á afvopnunarmálin. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti þessi áform sagði hún: „Norðurlöndin verða að vinna af krafti gegn útbreiðslu kjarnavopna og í átt að eyðileggingu þeirra, því kjarnorkustríð er stríð þar sem enginn er sigurvegari.“ Í praxís hafa íslensk stjórnvöld hins vegar staðið eindregið gegn samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) – og tekið harðari afstöðu en mörg ríki sem við ættum að geta miðað okkur við. Fyrsti aðildarríkjafundur TPNW var haldinn síðastliðið vor, og þá virtist línan frá Nató vera að hundsa fundinn. Þó viku fjögur Natóríki frá þeirri línu. Þýskaland ákvað að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Ríkisstjórn Noregs setti inn í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar haustið 2021 að mæta sem áheyrnarfulltrúi. Holland og Belgía mættu líka. Það skiptir nefnilega máli að mæta og eiga samtalið – að styðja þannig allar aðgerðir gegn kjarnavopnum. En Ísland þverneitaði að mæta, eitt Norðurlandanna. Þvermóðska ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er hættuleg á sama tíma og Rússland talar opinskátt um að beita kjarnavopnum í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún er á skjön við yfirlýsingar um að stjórnvöld vilji beita skapandi hugsun í þágu afvopnunar. Og þessi harða afstaða er furðuleg í ljósi þess að forsætisráðherra hefur heitið því að beita sér í þágu kjarnavopnabanns, eins og nýlega var minnt á í aðsendri grein ICAN, samtakanna sem eiga heiðurinn af því að TPNW-samningurinn varð til. 3. Friðlýsum Ísland (í alvöru) fyrir kjarnavopnum Þegar Alþingi samþykkti fyrstu þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland árið 2016 var einn liður í stefnunni mjög jákvæður friðarpunktur: „að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum,“ en síðan voru tennurnar dregnar úr þessari aðgerð með því að hnýta aftan við: „að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga“. Í umræðum um breytingar á þjóðaröryggisstefnunni núna í haust var Katrín Jakobsdóttir spurð hvaða alþjóðlegu skuldbindingar gætu komið í veg fyrir friðlýsingu fyrir kjarnavopnum. Þar nefndi hún tvennt: annars vegar aðildina að Atlantshafsbandalaginu og hins vegar hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna, en sagði jafnframt að „stefna íslenskra stjórnvalda er vel kunn og hún hefur verið sú að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á Íslandi“. Þingheimur hefur tækifæri til að taka fastar til orða í þjóðaröryggisstefnunni þegar hún verður afgreidd seinna í vetur. Ef það er virkilega stefna stjórnvalda að ekki verði sett kjarnavopn á íslenska grundu, má þá ekki segja það berum orðum í þjóðaröryggisstefnu? Ef þau treysta sér ekki til að festa þá stefnu formlega á blað, þá er hún varla meira en orðin tóm. Friðargangan minnir okkur á það hversu gríðarstórt verkefni það er að berjast gegn stríði í heiminum. En eins og öll stærstu verkefnin byrjar það bara með einu litlu skrefi. Þau okkar sem erum í valdastöðum eins og þingmenn og ráðherrar njótum auk þess þeirra forréttinda að geta stigið stærri og áhrifaríkari skref. Þessar þrjár aðgerðir sem ég hef útlistað hér að framan gætum við sameinast um á nýju ári, svo við stundum stjórnmál til friðar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar