Segir engan í áskrift að mataraðstoð Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 10:15 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir engan í áskrift að mataraðstoð í svari til manns sem gagnrýndi að samtökin myndu ekki aðstoða úkraínskar fjölskyldur á Selfossi frekar á árinu. Vísir greindi frá því í gær að Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hafi tjáð Árna Hilmarssyni, sem hefur verið úkraínskum fjölskyldum innan handar, að þær fengju ekki frekari matarúthlutanir á þessu ári. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Upplýsingar til Árna á Selfossi, það er enginn í áskrift að mataraðstoð. Við erum að aðstoða hundruð Úkraníufjölskyldur. Árni er að aðstoða 8 fjölskyldur á Selfossi og víðar og hafði samband við okkur og óskaði eftir aðstoð fyrir þennan hóp sem við gátum ekki gert þar sem fullbókað var í umrædda úthlutun. Hann hafði fengið í tvígang risaúthlutanir fyrir hópinn,“ segir í færslu Fjölskylduhjálpar á Facebook. Í samtali við Vísi staðfestir Ásgerður Jóna að hún hafi ritað færsluna en segist ekkert ætla að tjá sig um málið frekar. Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar. Hjálparstarf Félagsmál Árborg Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hafi tjáð Árna Hilmarssyni, sem hefur verið úkraínskum fjölskyldum innan handar, að þær fengju ekki frekari matarúthlutanir á þessu ári. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Upplýsingar til Árna á Selfossi, það er enginn í áskrift að mataraðstoð. Við erum að aðstoða hundruð Úkraníufjölskyldur. Árni er að aðstoða 8 fjölskyldur á Selfossi og víðar og hafði samband við okkur og óskaði eftir aðstoð fyrir þennan hóp sem við gátum ekki gert þar sem fullbókað var í umrædda úthlutun. Hann hafði fengið í tvígang risaúthlutanir fyrir hópinn,“ segir í færslu Fjölskylduhjálpar á Facebook. Í samtali við Vísi staðfestir Ásgerður Jóna að hún hafi ritað færsluna en segist ekkert ætla að tjá sig um málið frekar. Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar.
Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar.
Hjálparstarf Félagsmál Árborg Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36