Tillögu fulltrúa VG í Múlaþingi um fýsileika kjarnorkuvers hafnað Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 09:56 Helgi Hlynur Ásgrímsson er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings. Getty/VG Tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna í Múlaþingi um að sveitarfélagið ráðist í gerð fýsileikakönnunar um uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers var hafnað á fundi sveitarstjórnar í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá.
Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira