Eru fjármál borgarinnar brandari? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. desember 2022 07:30 „Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“. Peningamálin hjá Reykjavíkurborg munu alltaf einhvern veginn „reddast“, sagði þessi ágæti viðmælandi minn að lokum. Fjármál borgarinnar og popúlisminn Vandinn við þessa greiningu kjósandans er hversu vel hún lýsir pólitískum veruleika. Hver nennir að hlusta á tal um ábyrga fjármálastjórnun og hver nennir að velta sér upp úr tölulegum upplýsingum um fjármál Reykjavíkurborgar? Er ekki skemmtilegra, svo dæmi sé tekið, að reisa torg í miðbæ Reykjavíkur, klippa á borða korteri fyrir kosningar og klifa á þörfinni fyrir „hágæða almenningssamgöngum“, á sama tíma og Strætó bs. er á hausnum? Svo þegar harðnar á dalnum er einfaldlega klipið hér og þar af þeirri grunnþjónustu sem Reykjavíkurborg veitir, svo sem sjá mátti í borgarstjórn í síðustu viku þegar breytingartillögur núverandi meirihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar 2023 voru afgreiddar. Fáeinar staðreyndir um núverandi fjárhagsstöðu A-hluta Reykjavíkurborgar Undir A-hluta Reykjavíkurborgar fellur hefðbundin opinber þjónusta, svo sem eins og skóla- og velferðarstarfsemi, og er rekstur A-hlutans aðallega fjármagnaður með skatttekjum. Fjárhagsstöðu A-hlutans um þessar mundir má lýsa svo: Hlutfall launakostnaðar í A-hluta af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum er um 90%, á að lágmarki ekki vera hærri en 80%. Veltufjárhlutfall A-hluta Reykjavíkurborgar er í sögulegu lágmarki. Skuldir A-hlutans hafa aldrei verið hærri og fyrirsjáanlegt er að þær muni halda áfram að hækka á næstu árum. Í opinberri umræðu um A- og B-hluta Reykjavíkurborgar er auðvelt að rugla almenning í ríminu en aðalatriðið í dag er að A-hluti Reykjavíkurborgar stendur illa. Fallegt tal en dýrt Þessi núverandi fjárhagsstaða A-hlutans skýrist fyrst og fremst af óábyrgri fjármálastjórn Reykjavíkurborgar um langt árabil. Að mínu mati á óstjórnin m.a. rætur sínar að rekja til loftkenndra verkefna á borð við „Græna Planið“, „Þekkingarkista í loftslagsmálum“ og „Stafrænar umbreytingar“. Á þessum grunni hafa svo mörg skrifstofustörf orðið til hjá miðlægri stjórnsýslu borgarinnar, sem dæmi hefur hin svokallaða stafræna umbreyting kostað nokkra milljarða króna á undanförnum árum en litlu skilað fyrir rekstur borgarinnar. Lokaorð Stundum mætti halda að í eyrum þess sem setið hefur í borgarstjórnarstólnum síðan í júní 2014 sé tal um staðreyndir um fjármál borgarinnar eins og hver annar brandari. Raunveruleikinn í dag er hins vegar þess eðlis að hinum langdregna brandara gæti farið senn að ljúka. Það kreppir nefnilega að í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar og fyrir því eru þeir núna að finna sem háðir eru grunnþjónustu hennar. Af þessum ástæðum þarf að skera upp borgarkerfið, þar með talið lækka kostnað af rekstri miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar. Með slíkum uppskurði væri tekið á hinum raunverulegu meinum til lengri tíma litið og grundvöllur lagður að því að vernda velferðina. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun