Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Betur fór en á horfðist að sögn Tómasar Tómas Ragnarsson „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira