Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Skoskur sjálfstæðissinni fyrir utan húsnæði Hæstarétts Bretlands í morgun. AP/Aaron Chown Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022 Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Dómarar hæstaréttar voru sammála um það að skoska þingið hefði ekki vald til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands og að það vald væri eingöngu í höndum breska þingsins. Sturgeon og Skoski þjóðflokkurinn (SNP) kynntu í sumar áætlun um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu þann 19. október á næsta ári. Síðast var þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði haldin árið 2014 og þú kusu rétt rúmlega 55 prósent kjósenda að Skotland ætti áfram að vera hluti af Bretlandi. Sjá einnig: Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, breytti stöðunni þó mjög. Mikill meirihluti skosku þjóðarinnar greiddi atkvæði gegn Brexit og strax árið 2017 byrjaði Sturgeon að sækjast eftir því að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Fyrstu viðbrögð oddvitans við ákvörðun hæstaréttar voru á þá leið að hún ætli að virða niðurstöðuna. Sturgeon sagði að hæstiréttur Bretlands túlkaði lög ríkisins. Hún sagði einnig að lög um að Skotar geti ekki ákveðið eigin framtíð án samþykkis breska þingsins opinberi það að breska sambandsríkið sem einhvers konar frjálst samstarf, sé einungis mýta. Niðurstaðan ýti frekar undir það að Skotar ættu að sækjast eftir sjálfstæði. 2/ Scottish democracy will not be denied. Today s ruling blocks one route to Scotland s voice being heard on independence - but in a democracy our voice cannot and will not be silenced.I'll make a full statement later this morning - tune in around 11.30am— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) November 23, 2022
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira