Eru allar tær eins? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Mjög mikilvægt er að hugsa vel um tærnar hjá sér en nemendur hjá Keili læra það meðal annars, sem eru í námi í fótaaðgerðafræði í skólanum. Margir þeirra opna stofu eftir námið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum. Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Ein af fjölbreyttum námsleiðum Keilis er nám í fótaaðgerðafræði, sem hefur heppnast mjög vel og verið mikil aðsókn í. Mjög góð aðstaða er í skólanum til verklegra kennslu þar sem nemendur fá leiðsögn frá kennurum sínum um ýmis verkefni fótaaðgerðafræðinnar. „Þetta náttúrulega snýst um heilbrigði fóta að mestu, að fólk sé með góðar fætur. Við erum mikið með sykursýkisjúklinga og meðhöndlum þá og svo erum við náttúrulega að taka líka líkþorn og vörtur og annað slíkt til að létta á fótum fólks ef það finnur til,“ segir Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Námið er eitt og hálft ár, eða þrjár annir, bóklegt og verklegt. „Það er farið mjög djúpt í anatómíuna á öllum sviðum á fótum og öðrum. Svo er það verkefnavinnan og náttúrulega er þetta opin stofa fyrir þá, sem eru lengra komnir,“ segir Freydís enn fremur. Freydís Baldrún Antonsdóttir, kennari í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er að hugsa vel um fæturna og tærnar sínar? „Bara algjörlega mikilvægt. Við erum náttúrulega með þessar fætur okkar, fæðumst með þær og þurfum að ganga þeim, sem eftir er. Þær halda okkur bara uppi og mjög mikilvægt að við séum með góða og heilbrigða fætur.“ Einn karlmaður er í náminu í Keili en það er lítið, sem ekkert um það að karlmenn læri fagið. Af hvað kom til að hann skellti sér í námið? „Þetta er bara áhugavert nám aðallega. Ég er að krukka í tám alla daga, það er mjög skemmtilegt. Ég held að ég sé eini hérna núna á Íslandi að læra fagið, ég er svona frumkvöðull og vonandi koma bara fleiri karlar á eftir,“ segir Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili. Eru allar tær eins? „Nei,nei, þær eru mjög mismunandi. Ég á mér uppáhalds tá en það er stóra táin,“ segir Sigurður Óskar hlægjandi og alsæll í náminu. Sigurður Óskar Sigurðsson, nemandi í fótaaðgerðarfræði hjá Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira