Segir tímabært að binda enda á átökin en á forsendum Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2022 08:03 Selenskí, sem heimsótti Kherson í gær, ítrekaði í ávarpi sínu á G20-fundinum að forsenda viðræðna væri að allt herlið Rússa hörfaði frá landinu. AP/Bernat Armangue Það er tímabært að binda enda á átökin í Úkraínu, sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði leiðtoga G20-ríkjanna um fjarfundabúnað, á ráðstefnu leiðtoganna í Balí. „Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
„Ég er sannfærður um að komið sé að þeim tíma að það verður og er mögulegt að binda enda á tortímingarstríð Rússa. Þúsundum lífa yrði bjargað,“ sagði Selenskí en ítrekaði að allar viðræður yrðu að eiga sér stað á þeim forsendum að Úkraína héldi yfirráðum yfir landamærum sínum. Forsetinn sagði ekkert afsaka hótanir Rússa um kjarnorkustríð og þakkaði G19-ríkjunum, það er að segja G20 án Rússa, fyrir að gefa það skýrt til kynna. Þá sagði hann Rússa hafa unnið að smíðum geislamengandi sprengju í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, sem gæti sprungið þá og þegar. Selenskí sakaði Rússa einnig um að hyggjast vopnvæða kuldann með stöðugum árásum á orkuinnviði landsins. Þessu ætti að svara með verðþaki á útflutningsvörur Rússa. Meðal leiðtoga á fundinum eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Þeir funduðu í gær, þar sem Bandaríkjamenn sögðu þá hafa verið sammála um að kjarnorkustríð mætti aldrei brjótast út. Ekkert var minnst á þetta í umfjöllun Kínverja um fundinn. Bandaríkjamenn segjast sannfærðir um að fundurinn muni fordæma stríðsátökin og þau áhrif sem þau hafa haft á efnahag ríkja um heim allan og stöðugleika almennt.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira