Mistök endurupptökudóms? Gestur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:06 „... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51 Mest lesið Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar