Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 15:36 Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot á sínum tíma. Ákæru á hendur honum og Tryggva Jónssyni var vísað frá að hluta í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars. Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi Jón Ásgeir í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 62 milljóna króna sektar fyrir brot á skattalögum árið 2013. Tryggvi hlaut átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til að greiða 32 milljónir króna í sekt. Þeir voru sakaðir um skattalagabrot í eigin nafni og sem stjórnendur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir þeim hefði strítt gegn meginreglu um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna sömu brota árið 2017 á þeim grundvelli að skattayfirvöld hefðu beitt þá sektum vegna sömu brota mörgum árum fyrr. Hæstiréttur hafnaði að taka málið upp árið 2019 þar sem ekki væri heimild í lögum til að taka mál upp aftur vegna dóms Mannréttindadómstólsins. Endurupptökudómur samþykkti að taka málið upp aftur í janúar. Ákveðið var að taka málið upp í heild sinni þó að dómur Mannréttindadómstólsins hafi aðeins verið talinn varða fyrstu tvo kafla ákærunnar á hendur þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva. Niðurstaða Hæstaréttar var að vísa málinu frá héraðsdómi hvað varðaði sakargiftir í fyrsta og öðrum kafla ákærunnar. Báðir voru hins vegar sakfelldir fyrir skattalagabrot sem fjallað var um í öðrum köflum ákærunnar. Hvorugum þeirra var þó gert að greiða sekt vegna þeirra brota og vísaði rétturinn til sektargreiðsla sem þeir hefðu þegar innt af hendi. Einnig var vísað til verulegs dráttar á rannsókn og meðferð málsins fyrir dómi á fyrri stigum. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða allan kostnað af rekstri málsins, meira en sautján og hálfa milljón króna. Almar Möller lögmaður segir í tilkynningu fyrir hönd Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs í málinu, að hlutur þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva hafi verið leiðréttur. „Eiga þeir nú rétt á endurgreiðslu sekta og málskostnaðar sem þeir voru búnir að greiða á grundvelli dóms frá árinu 2013. Málið hófst í ágúst 2002. Nú rúmum 20 árum síðar er Baugsmálinu endanlega lokið.“ Fréttin var uppfærð með tilkynningu Almars.
Dómsmál Skattar og tollar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira