Segir samfélagsmiðla vera að gera út af við okkur: „Krakkarnir eins og „zombies““ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:02 Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari hefur miklar skoðanir á snjalltækjum og samfélagsmiðlanotkun barna. Þorgrímur Þráinsson hefur sterka skoðun á notkun samfélagsmiðla sem hann segir vera að gera út af við samfélagið. Í fyrirlestrum sínum í grunnskólum landsins segist hann sjá mikinn mun á þeim skólum sem leyfa síma miðað við þá skóla sem eru símalausir. Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Þorgrímur var gestur í morgunþættinum Bítið í morgun. Þar ræddi hann KSÍ málið þar sem umræðan hefur meðal annars snúist um þakklæti við leikmenn sem hafa spilað fjölmarga leiki fyrir hönd Íslands. Samtal leysi 99 prósent af vandanum Samtalið leiddist út í umræðuna í samfélaginu almennt, en Þorgrímur segir samfélagið að mörgu leiti „súrt“. „Kíkið bara á umræðuna um prestafélagið, ferðaskrifstofurnar, stéttarfélögin. Það eru allir upp á móti hvor öðrum,“ segir Þorgrímur. „Hvernig væri bara að taka samtalið við kaffibolla, við kertaljós á afslappaðan máta. Það leysir 99 prósent af vandanum bara að taka samtalið.“ Samfélagsmiðlarnir eru að gera út af við okkur. Þorgrímur segir ljóst að snjalltæki og samfélagsmiðlar spili stóran þátt í þessum málum. Hann hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra í grunnskólum. Þá segist hann finna gríðarmikinn mun á krökkunum eftir því hvort símar séu leyfir eða ekki. „Ég finn þetta þegar ég labba inn í skóla sem eru símalausir. Þar er bara gleði, hamingja, félagsskapur, borðtennis, körfubolti. Þegar ég kem inn í skóla þar sem símar eru enn leyfðir þá sitja krakkarnir eins og „zombies“ á gólfinu og glápa á símann sinn. Tala ekki saman,“ segir Þorgrímur. Hann segir að veita eigi börnum frelsi til að vera á griðarstað á skólatíma. Þorgrímur er afdráttarlaus í svörum þegar hann er spurður hvort banna eigi síma í skólum. „Að sjálfsögðu,“ segir hann. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorgrím í heild sinni
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira