Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 15:00 Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans Hlíðar. Félagið hefur barist fyrir svörum frá borginni varðandi framtíð leikskólans. Vísir/Vilhelm Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. Málið bar brátt að. Foreldrar voru boðaðir á áríðandi foreldrafund þar sem þeim var tilkynnt að mygla hafi fundist í húsnæði leikskólans. Börnunum þyrfti að koma fyrir annars staðar og það með hraði. Meirihluti barnanna var sendur á Brákarborg í Sundum. Ein deild fór á Klambra en ein deild varð eftir á Litlu-Hlíð. „Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk“ Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans. Í samtali við fréttastofu segir hún að foreldrum hafi upphaflega verið tilkynnt að ástandið myndi standa í sex vikur. Þá ætti starfsemin að geta hafist í Safamýrarskóla. Hún efast þó um að það taki svo stuttan tíma að leysa úr þessu. „Við erum nefnilega að bíða eftir að Nóaborg fari úr Safamýraskóla. Það er verið að taka þeirra húsnæði í gegn líka eftir að þar fannst mygla. Þetta er orðið að einskonar halarófu sem býr til mikla óvissu,“ segir Fríða. Leikskólinn Hlíð í Eskihlíð. Starfsemi skólans liggur að mestu leyti niðri vegna myglu.Vísir/Vilhelm Fríða efast um að húsnæði Hlíðar muni opna aftur sem leikskóli. Þegar búið verði að taka það í gegn muni húsnæðið ekki standast nútímakröfur með tilliti til aðgengis og annars. Við förum ekki þangað í óbreyttri mynd, við erum í raun á hrakhólum. Það er mikið óvissuástand sem ríkir. Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk. Logandi hrædd um starfsfólkið Þá segir Fríða foreldra hafa miklar áhyggjur af starfsfólkinu. „Það er auðvitað í ekkert sérstaklega vel launuðu starfi og fá ekki endilega þá virðingu sem þau eiga skilið. Margir starfsmenn nýta sér það að ganga til vinnu en nú þurfa þau að eyða hálftíma í bíl hvora leið. Það vantar alls staðar fólk á leikskóla, af hverju ættu þau ekki að fá sér aðra vinnu innan hverfis? Við erum logandi hrædd um okkar góða starfsfólk,“ segir Fríða. Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar.Vísir/Vilhelm Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar. „Við höfum mikinn skilning á því að Reykjavíkurborg sé í miklum bobba varðandi þessi mál. Þess vegna höfum við svolítið tekið til okkar ráða og reynt að aðstoða. Við höfum komið með tillögur og lausnir, reynt að vera með alla anga úti. Þetta er að okkar mati mikil skerðing á lífsgæðum að þurfa að fara út fyrir hverfið,“ segir Fríða. „Við erum búin að senda bréf á alla kjörna fulltrúa, á borgarstjóra, á eignasvið, skóla-og frístundaráð. Í raun bara á alla sem hafa eitthvað með þessi mál að gera. Við fengum svar frá Degi [B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur] um að hann teldi málið vera í góðum höndum eignasviðs borgarinnar." „Mögulega hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið“ Í götunni Valshlíð er stórt húsnæði sem stendur autt þar sem ekki hefur tekist að leigja það út sem atvinnuhúsnæði. Foreldrafélagið stakk upp á að starfsemi leikskólans flyttist þangað um tíma. Því var neitað þar sem það þarf að fara yfir umferðargötu til að komast á útisvæðið. „Það stendur svo sem ekki svart á hvítu í neinni reglugerð að það megi ekki fara yfir götu,“ segir Fríða. Við viljum auðvitað ekki að það verði þannig til frambúðar að börn þurfti að fara yfir götu til að komast á leiksvæði, það er auðvitað ekki gott. En mögulega væri hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið.“ Foreldrar bugaðir Fríða segir foreldra almennt bugaða yfir ástandinu. „Það er svo mikil óvissa, fyrir foreldra, starfsfólk og ekki síst börnin. Við vitum ekert hvað verður. Þetta er hálftími í bíl hvora leið. Fyrir utan álagið á þessi hverfi sem eru að fá kannski hundrað auka bíla inn í hverfin sem voru ekki þar áður. Við viljum styðja grænar samgöngur sem eru tveir jafnfljótir. Viljum geta gengið með börnin í leikskólann og sótt þau gangandi,“ segir Fríða. Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Málið bar brátt að. Foreldrar voru boðaðir á áríðandi foreldrafund þar sem þeim var tilkynnt að mygla hafi fundist í húsnæði leikskólans. Börnunum þyrfti að koma fyrir annars staðar og það með hraði. Meirihluti barnanna var sendur á Brákarborg í Sundum. Ein deild fór á Klambra en ein deild varð eftir á Litlu-Hlíð. „Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk“ Fríða Sigurðardóttir er í foreldrafélagi leikskólans. Í samtali við fréttastofu segir hún að foreldrum hafi upphaflega verið tilkynnt að ástandið myndi standa í sex vikur. Þá ætti starfsemin að geta hafist í Safamýrarskóla. Hún efast þó um að það taki svo stuttan tíma að leysa úr þessu. „Við erum nefnilega að bíða eftir að Nóaborg fari úr Safamýraskóla. Það er verið að taka þeirra húsnæði í gegn líka eftir að þar fannst mygla. Þetta er orðið að einskonar halarófu sem býr til mikla óvissu,“ segir Fríða. Leikskólinn Hlíð í Eskihlíð. Starfsemi skólans liggur að mestu leyti niðri vegna myglu.Vísir/Vilhelm Fríða efast um að húsnæði Hlíðar muni opna aftur sem leikskóli. Þegar búið verði að taka það í gegn muni húsnæðið ekki standast nútímakröfur með tilliti til aðgengis og annars. Við förum ekki þangað í óbreyttri mynd, við erum í raun á hrakhólum. Það er mikið óvissuástand sem ríkir. Mikið álag og vesen fyrir foreldra, börn og starfsfólk. Logandi hrædd um starfsfólkið Þá segir Fríða foreldra hafa miklar áhyggjur af starfsfólkinu. „Það er auðvitað í ekkert sérstaklega vel launuðu starfi og fá ekki endilega þá virðingu sem þau eiga skilið. Margir starfsmenn nýta sér það að ganga til vinnu en nú þurfa þau að eyða hálftíma í bíl hvora leið. Það vantar alls staðar fólk á leikskóla, af hverju ættu þau ekki að fá sér aðra vinnu innan hverfis? Við erum logandi hrædd um okkar góða starfsfólk,“ segir Fríða. Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar.Vísir/Vilhelm Foreldrar barnanna á Hlíð hafa tekið málin í sínar hendur og beitt sér fyrir því að finna húsnæði sem hentar, hvort sem það yrði bráðabirgða eða til frambúðar. „Við höfum mikinn skilning á því að Reykjavíkurborg sé í miklum bobba varðandi þessi mál. Þess vegna höfum við svolítið tekið til okkar ráða og reynt að aðstoða. Við höfum komið með tillögur og lausnir, reynt að vera með alla anga úti. Þetta er að okkar mati mikil skerðing á lífsgæðum að þurfa að fara út fyrir hverfið,“ segir Fríða. „Við erum búin að senda bréf á alla kjörna fulltrúa, á borgarstjóra, á eignasvið, skóla-og frístundaráð. Í raun bara á alla sem hafa eitthvað með þessi mál að gera. Við fengum svar frá Degi [B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur] um að hann teldi málið vera í góðum höndum eignasviðs borgarinnar." „Mögulega hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið“ Í götunni Valshlíð er stórt húsnæði sem stendur autt þar sem ekki hefur tekist að leigja það út sem atvinnuhúsnæði. Foreldrafélagið stakk upp á að starfsemi leikskólans flyttist þangað um tíma. Því var neitað þar sem það þarf að fara yfir umferðargötu til að komast á útisvæðið. „Það stendur svo sem ekki svart á hvítu í neinni reglugerð að það megi ekki fara yfir götu,“ segir Fríða. Við viljum auðvitað ekki að það verði þannig til frambúðar að börn þurfti að fara yfir götu til að komast á leiksvæði, það er auðvitað ekki gott. En mögulega væri hægt að slaka á einhverjum kröfum tímabundið.“ Foreldrar bugaðir Fríða segir foreldra almennt bugaða yfir ástandinu. „Það er svo mikil óvissa, fyrir foreldra, starfsfólk og ekki síst börnin. Við vitum ekert hvað verður. Þetta er hálftími í bíl hvora leið. Fyrir utan álagið á þessi hverfi sem eru að fá kannski hundrað auka bíla inn í hverfin sem voru ekki þar áður. Við viljum styðja grænar samgöngur sem eru tveir jafnfljótir. Viljum geta gengið með börnin í leikskólann og sótt þau gangandi,“ segir Fríða.
Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Mygla í skólum - Áskorun til foreldrafélaga Undanfarin misseri hafa foreldrafélög víða um land verið iðin við að skora á yfirvöld í viðkomandi sveitafélögum að gera úrbætur tengdar myglu, gera kröfu um endurbætur húsnæði og/eða byggingu nýs húsnæðis og allt eru þetta réttmætar kröfur. 7. nóvember 2022 22:01
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33