Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:25 Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið frá Íshokkísambandinu og Skautasambandinu i til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Vísir/Arnar Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars. Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars.
Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði