Stefna um fjölgun leikskólaplássa og fækkun starfsmanna sýni metnaðarleysi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 1. nóvember 2022 18:44 Frá mótmælum vegna skorts á leikskólaplássum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hildur Björnsdóttir (t.h.) oddviti Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti í dag athygli á því að samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, 2023 væri aðeins reiknað með að leikskólaplássum í Reykjavík fjölgi um 109. Einnig sé stefnt að því að fækka leikskólastarfsmönnum. Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikil ólga ríkt meðal foreldra í Reykjavík en mörg hundruð börn hafa ekki fengið leikskólapláss. Efnt hefur verið til endurtekinna mótmæla vegna þessa en þann 13. september síðastliðinn biðu 552 börn eftir leikskólaplássi. Fjöldi barna á biðlista virðist aðeins hafa hækkað en greint var frá því þann 21. október að 618 börn, tólf mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Nærri hundrað pláss væru ónýt vegna myglu og ekki hefði tekist að manna leikskólana til þess að hægt væri að bjóða upp á fleiri pláss. Við umræður um fjárhagsáætlun og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar í dag, sem sögð er gera ráð fyrir 109 leikskólaplássum á nýju ári og töluverðri fækkun leikskólastarfsmanna sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins stefnuna sýna mikið metnaðarleysi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Við verðum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er eitt stærsta jafnréttismál sem við fáumst við í borginni. Þau áform sem birtast í fjárhagsáætlun sýna algjört metnaðarleysi fyrir viðfangsefninu“, sagði Hildur í ræðu sinni. Hún sagði þessi áform skjóta skökku við en borgin hafi þegar lofað að rými fyrir öll börn frá tólf mánaða aldri yrðu tryggð. Biðlistar séu ekki styttir með því að fækka starfsfólki leikskóla. Hún gagnrýndi einnig að gert hafi verið ráð fyrir starfsmannafjölgun innan miðlægrar stjórnsýslu sem hýsi meðal annars skrifstofu borgarstjóra. Á sama tíma sé gert ráð fyrir að fækka eigi leikskólastarfsmönnum um 75. „Það virðist ekki hægt að fjölga leikskólastarfsmönnum, en alltaf má fjölga starfsfólki í miðlægri stjórnsýslu. Áætlað er að þeim fjölgi um 13% á næsta ári“, sagði Hildur.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir 618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56 Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
618 ársgömul börn á biðlista eftir leikskólaplássi Enn bíða 618 börn 12 mánaða og eldri eftir að fá leikskólapláss í Reykjavík. Nærri hundrað pláss eru ónýt vegna myglu og þá hefur ekki tekist að manna leikskólana til að geta boðið fleiri pláss. 21. október 2022 06:56
Saknar leikskólans og foreldrarnir vita ekki hvernig þeir tækla næstu viku Mæður leikskólabarna sem ekki hafa komist á leikskólann síðustu daga vegna manneklu og mygluvanda segja Reykjavíkurborg treysta á að foreldrar hafi gott bakland. Foreldrar verði fyrir tekjutapi og segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þær ætli að tækla næstu viku. 26. október 2022 22:33
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent
Skipulögðu viðburðinn á rúmum mánuði: Framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi með sína söngkeppni á laugardag Innlent