Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 10:21 Fjöldi fólks á tvítugs- og þrítugsaldri dó í þröngu húsasundi í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða. Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Yonhap fréttaveitan segir mögulegt að tala látinna muni hækka enn frekar því nítján séu enn í alvarlegu ástandi. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir neyðarástandi. Þetta er mannskæðasti troðningurinn í sögu Suður-Kóreu og mannskæðasta atvik ríkisins frá árinu 2014, þegar um 304 fórust þegar ferja sökk. Eins og nú voru flestir þeirra sem fórust með ferjunni ungmenni. Yonhap segir að minnst 97 þeirra sem dóu hafi verið konur. Þær hafi komið verr úr troðningnum vegna smæðar þeirra og yfirleitt séu þær einnig í þyngri hrekkjavökubúningum. Yfirvöld segja einnig að 22 þeirra sem dóu hafi verið erlendis frá. Þar á meðal hafi fjórir verið frá Kína, fjórir frá Íran og þrír frá Rússlandi. Lögreglan hefur til rannsóknar hvernig troðningurinn atvikaðist en vitni segja að það hafi byrjað á því að fjöldi fólks fór inn í húsasund. Það húsasund er sagt vera fjórir metrar á breidd og fjörutíu metra langt og halla niður á við. Þar er fólkið sagt hafa fallið eins og dómínókubbar og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu en á meðan á þessu stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundi, án þess að sjá að fólk hafið dottið framar í þrengslunum. Hér í sjónvarpsfrétt Yonhap má meðal annars sjá myndefni sem sýnir aðstæður í umræddu húsasundi. Þar að neðan má sjá fleiri fréttir um troðninginn mannskæða.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. 29. október 2022 16:52