Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 21:53 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56