„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:01 Dr. Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Dr. Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu, ræddi málið á Sprengisandi í morgun. Hann segir að Rússar virðist vera að breyta um aðferð. „Núna á tveimur vikum er búið að eyðileggja þrjátíu prósent af öllum rafstöðvum og vatnsveitum í landinu þannig að það er mjög alvarleg staða komin upp. Tímasetningin er varla tilviljun, þetta gerist þegar það er að koma vetur og það fer að frjósa í Kyiv og víðar í Úkraínu á næturnar. Fram undan er erfiður vetur,“ segir Hilmar Þór. Hann veltir því fyrir sér hvort - og hvernig - Bandaríkin, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið hyggist aðstoða íbúa landsins. Haldi árásirnar áfram er enda útlit fyrir að fjölmargir verði án rafmagns, kyndingar og vatns. Almenningur í úkraínsku hafnarborginni Kherson hefur meðal annars flúið í stríðum straumum síðustu daga. Miklar áhyggjur eru af því að Rússar sprengi Nova Kakhovka stífluna með tilheyrandi flóðum í Kherson og nágrannabæjum. „Það eru hundruð þúsunda manna sem yrðu þá í hættu. Auðvitað vonar maður að það komi ekki til þess að Rússar taki það skref en það hefur verið alls konar ógn í gangi. Það hefur til dæmis verið talað um að jafnvel á þessu svæði verið sprengd það sem kallað er tactical nuclear weapon - það yrði sprengd einhver kjarnorkusprengja þarna. Það hefur verið minna í umræðunni undanfarið en núna er stóra spurningin: Hvað verður um þessa stíflu?“ Gríðarleg eyðilegging hafi áhrif um ókomna tíð Hilmar Þór segir erfitt að segja til hvaða ráða Rússar grípi en sprenging á stíflunni myndi fyrst og fremst bitna á almennum borgurum. Gríðarleg eyðilegging í landinu vegna stríðsins muni hafa áhrif um ókomna tíð en talið er að fjártjón hlaupi á tugum milljarða á degi hverjum. „Þó að Úkraína nái að hrekja Rússa í burtu, sem vonandi verður, þá náttúrulega eru gríðarleg verkefni fyrir fram og erfitt fyrir fólk að lifa í landinu eftir þetta stríð,“ segir Hilmar Þór. Hann segir að viðskiptaþvinganir á Rússa hafi ekki valdið tilætluðum samdrætti enda eiga Rússar í virku viðskiptasambandi við hin BRICS löndin; Brasilíu, Indland, Kína og Suður-Afríku. Þá hafa Argentína, Íran og Sádí-Arabía einnig sýnt áhuga á því að komast inn í hópinn. Löndin verða þá samanlagt stærri en G7 löndin, sem eru sjö ríkustu iðnríkin. Bandaríkin hafi stefnt að því að vera ráðandi í heiminum en BRICS löndin virðist vera að gera uppreisn gegn því kerfi. „Skilaboðin sem Úkraínumenn hafa verið að fá frá Bandaríkjunum og NATO er það að vinna fullnaðarsigur á Rússlandi og Úkraínumenn vilja hrekja Rússa að landamærunum. […] Hvers konar sigur er það að ná að hrekja Rússa í burtu ef að landið er í rúst?“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Hernaður Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira