Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 10:34 Nokkrir hafa látist í árásum Rússa á síðustu dögum en fjórir létust til að mynda í árás í Kænugarði í gær. AP/Yevhenii Zavhorodnii Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20