Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:37 Fjölskylda Elnaz Rekabi veit ekki hvar hún er niðurkomin. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. Rekabi var í Suður-Kóreu að keppa fyrir hönd Íran á Asíumótinu í klifri. Eftir að hún keppti án þess að vera með slæðu var hún færð í íranska sendiráðið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, svo hægt væri að koma henni heim án þess að hún yrði fyrir áreiti. Miðað við frétt The Guardian um málið voru yfirvöld í Íran ekki sátt með þetta útspil hennar. Frá því að hún var tekin í sendiráðið hefur þó engum tekist að hafa samband við hana. Í grein The Guardian segir að henni verður flogið heim í dag en íranska sendiráðið í Seúl segir að það sé búið að reka hana úr Suður-Kóreu. Rekabi er ein fremsta klifurkona heims. Í fyrra varð hún sú fyrsta í sögu Íran til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu. Á Asíumótinu um helgina varð hún í fjórða sæti. Mikið hefur gengið á í Íran síðustu vikur eftir dauða Möshu Amini, 22 ára gamallar konu, en hún lést í haldi siðgæðislögreglu Íran fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Mótmælt er daglega á götum Íran og hefur fjöldi kvenna tekið upp á því að brenna slæður sínar til að mótmæla harðri slæðuskyldu í landinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem írönsk íþróttakona fer gegn klæðareglum landsins en árið 2019 keppti Sadaf Khadem í hnefaleikum í Frakklandi. Þá var hún ekki með slæðu og var í stuttbuxum. Eftir bardagann ákvað hún að verða eftir í Frakklandi þar sem handtökuskipun hafði verið gefin út í heimalandinu. Íran Trúmál Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Rekabi var í Suður-Kóreu að keppa fyrir hönd Íran á Asíumótinu í klifri. Eftir að hún keppti án þess að vera með slæðu var hún færð í íranska sendiráðið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, svo hægt væri að koma henni heim án þess að hún yrði fyrir áreiti. Miðað við frétt The Guardian um málið voru yfirvöld í Íran ekki sátt með þetta útspil hennar. Frá því að hún var tekin í sendiráðið hefur þó engum tekist að hafa samband við hana. Í grein The Guardian segir að henni verður flogið heim í dag en íranska sendiráðið í Seúl segir að það sé búið að reka hana úr Suður-Kóreu. Rekabi er ein fremsta klifurkona heims. Í fyrra varð hún sú fyrsta í sögu Íran til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu. Á Asíumótinu um helgina varð hún í fjórða sæti. Mikið hefur gengið á í Íran síðustu vikur eftir dauða Möshu Amini, 22 ára gamallar konu, en hún lést í haldi siðgæðislögreglu Íran fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Mótmælt er daglega á götum Íran og hefur fjöldi kvenna tekið upp á því að brenna slæður sínar til að mótmæla harðri slæðuskyldu í landinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem írönsk íþróttakona fer gegn klæðareglum landsins en árið 2019 keppti Sadaf Khadem í hnefaleikum í Frakklandi. Þá var hún ekki með slæðu og var í stuttbuxum. Eftir bardagann ákvað hún að verða eftir í Frakklandi þar sem handtökuskipun hafði verið gefin út í heimalandinu.
Íran Trúmál Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira