Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 06:37 Fjölskylda Elnaz Rekabi veit ekki hvar hún er niðurkomin. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. Rekabi var í Suður-Kóreu að keppa fyrir hönd Íran á Asíumótinu í klifri. Eftir að hún keppti án þess að vera með slæðu var hún færð í íranska sendiráðið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, svo hægt væri að koma henni heim án þess að hún yrði fyrir áreiti. Miðað við frétt The Guardian um málið voru yfirvöld í Íran ekki sátt með þetta útspil hennar. Frá því að hún var tekin í sendiráðið hefur þó engum tekist að hafa samband við hana. Í grein The Guardian segir að henni verður flogið heim í dag en íranska sendiráðið í Seúl segir að það sé búið að reka hana úr Suður-Kóreu. Rekabi er ein fremsta klifurkona heims. Í fyrra varð hún sú fyrsta í sögu Íran til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu. Á Asíumótinu um helgina varð hún í fjórða sæti. Mikið hefur gengið á í Íran síðustu vikur eftir dauða Möshu Amini, 22 ára gamallar konu, en hún lést í haldi siðgæðislögreglu Íran fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Mótmælt er daglega á götum Íran og hefur fjöldi kvenna tekið upp á því að brenna slæður sínar til að mótmæla harðri slæðuskyldu í landinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem írönsk íþróttakona fer gegn klæðareglum landsins en árið 2019 keppti Sadaf Khadem í hnefaleikum í Frakklandi. Þá var hún ekki með slæðu og var í stuttbuxum. Eftir bardagann ákvað hún að verða eftir í Frakklandi þar sem handtökuskipun hafði verið gefin út í heimalandinu. Íran Trúmál Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Rekabi var í Suður-Kóreu að keppa fyrir hönd Íran á Asíumótinu í klifri. Eftir að hún keppti án þess að vera með slæðu var hún færð í íranska sendiráðið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, svo hægt væri að koma henni heim án þess að hún yrði fyrir áreiti. Miðað við frétt The Guardian um málið voru yfirvöld í Íran ekki sátt með þetta útspil hennar. Frá því að hún var tekin í sendiráðið hefur þó engum tekist að hafa samband við hana. Í grein The Guardian segir að henni verður flogið heim í dag en íranska sendiráðið í Seúl segir að það sé búið að reka hana úr Suður-Kóreu. Rekabi er ein fremsta klifurkona heims. Í fyrra varð hún sú fyrsta í sögu Íran til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu. Á Asíumótinu um helgina varð hún í fjórða sæti. Mikið hefur gengið á í Íran síðustu vikur eftir dauða Möshu Amini, 22 ára gamallar konu, en hún lést í haldi siðgæðislögreglu Íran fyrir að notast ekki við slæðu á almannafæri. Mótmælt er daglega á götum Íran og hefur fjöldi kvenna tekið upp á því að brenna slæður sínar til að mótmæla harðri slæðuskyldu í landinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem írönsk íþróttakona fer gegn klæðareglum landsins en árið 2019 keppti Sadaf Khadem í hnefaleikum í Frakklandi. Þá var hún ekki með slæðu og var í stuttbuxum. Eftir bardagann ákvað hún að verða eftir í Frakklandi þar sem handtökuskipun hafði verið gefin út í heimalandinu.
Íran Trúmál Suður-Kórea Klifur Mótmælaalda í Íran Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira