Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2022 06:30 Lögregla að störfum í kjölfar árásanna 10. október síðastliðinn. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira