Hvetja Breta til að spara gas og rafmagn í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2022 14:51 Bretar nota gas til húshitunar og eldunar. Orkukostnaður heimila hefur rokið upp úr öllu valdi eftir að Rússar hættu að selja gas til Evrópu. Vísir/EPA Orkustofnun Bretlands hvatti landsmenn til þess að spara gas og rafmagn eftir fremsta megni til þess að draga úr hættu á því að grípa þurfi til skammtana og hjálpa til við að lækka verð. Forstjóri stofnunarinnar telur þó ólíklegt að skortur verði á gasi og rafmagni. Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu. Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Evrópuríki glíma nú við aðsteðjandi orkuvanda eftir að Rússar hættu að selja jarðgas þeim jarðgas til að hefna fyrir refsiaðgerðir þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu og láta reyna á samstöðu ríkjanna. Orkuverð hefur víða margfaldast og sjá mörg ríki fram á erfiðan vetur. Bresk stjórnvöld hafa ekki gengið svo langt að hvetja landsmenn til þess að minnka orkunotkun sína, ólíkt sumum öðrum Evrópuríkjum. Jonathan Brearley, forstjóri Ofgem, orkustofnunar Bretlands, sagði hins vegar á viðburði í dag að Bretar ættu að reyna að draga úr gas- og rafmagnsnotkun sinni við hvert tækifæri. „Við ættum öll að hugsa um hvernig við getum dregið úr orkunotkun okkar hvenær sem þess er kostur,“ sagði Brearley, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Slíkur sparnaður komi sér ekki aðeins vel fyrir pyngju fólks heldur hjálpi hann við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr ríkisútgjöldum. Ríkisstjórn ríkisflokksins niðurgreiðir nú orkukostnað landsmanna upp að vissu marki. Á næstunni ætlar stofnunin að gefa út ráðleggingar um hvernig fólk getur sparað orku í samstarfi við orkugeirann. Brearley sagði að orkuforði Bretlands væri drjúgur og að hann byggist ekki við því að skortur skapist í vetur. Ekki væri þó hægt að útrýma allri áhættu.
Orkumál Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira