„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2022 07:50 Vólódímír Selenskí er forseti Úkraínu. AP Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Þetta segir Vólódímír Selenskí í færslu á Telegram í morgun, en sprengjuárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og að minnsta kosti tíu úkraínskar borgir til viðbótar í morgun. BBC segir frá því að átta manns hið minnsta hafi látið lífið og 24 særst í sprengjuárásunum á Kænugarð í morgun. Meduza segir að fimm sprengingar hafi heyrst í Kænugarði í morgun og hafi svartan reyk lagt frá nokkrum byggingum. Íbúar Kænugarðs njóta aðhlynningar eftir árásir morgunsins.AP Þá segir Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að ráðist hafi verið á „mikilvæga innviði“ í höfuðborginni og að ein sprengjuárásin beinst að leikvelli í miðborginni. Íbúar Kænugarðs hafa verið hvattir til að leita skjóls í varnarbyrgjum, meðal annars neðanjarðarlestarstöðvum, en búið er að stöðva umferð um „rauðu neðanjarðarlestarlínuna“. Loftvarnarflautur hafa ómað víðs vegar um Úkraínu í morgun, en fréttir hafa borist af sprengjuárásum meðal annars í borgunum Kharkív, Zhytomyr, Khmelnitsky, Dnipro, Ternopil og Lviv í vesturhluta Úkraínu. Talið er að Rússar séu með árásunum að bregðast við árásinni á Kerch-brúna um helgina, en brúin tengir meginland Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst árásinni á brúna sem „hryðjuverki“. Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig um árásirnar á úkraínsku borgirnar í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Sprengingar í hjarta Kænugarðs og víðar um Úkraínu Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð. 10. október 2022 06:35