Úkraínuher sækir fram í suðri og austri Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 23:55 Leifar rússnesks skriðdreka á milli borganna Izium og Kharkiv í austanverðri Úkraínu. AP/Francisco Seco Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni. Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Rússar hafa átt verulega undir högg að sækja í innrás sinni í Úkraínu undanfarnar vikur. Þeir töpuðu Lyman, hernaðarlega mikilvægri borg í Donetsk-héraði í austanverðu landinu um helgina, rétt eftir að Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir að hann hefði innlimað héraðið auk þriggja annarra hernumdra héraða. Eitt þeirra er Kherson-hérað í Suður-Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið og leppstjórar Rússa þar staðfesta að skriðdrekar Úkraínumanna hafi brotist í gegnum varnir þeirra við Dnjepr-ána norðaustur af Kherson-borg í dag. Harðir bardagar geisi nú þar, um þrjátíu kílómetra sunnar en víglínan var þangað til í dag. Reuters-fréttastofan segir að framrásin í suðrinu sé sú veigamesta hjá úkraínska hernum frá því að stríðið hófst í febrúar. Úkraínskir hermenn frelsuðu nokkur þorp úr höndum Rússa meðfram ánni. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að þorp hefðu verið frelsuð í nokkrum héruðum. Sókn Úkraínumanna er sögð beinast að flutningsleiðum fyrir um 25.000 rússneska hermenn á vesturbakka Dnjepr. Í Luhansk segir rússneska leppstjórnin að úkraínskir hermenn hafi sótt fram nokkra kílómetra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þeir stefnu að bæjunum Kremenna og Svatove sem Rússar hafa á valdi sínu. Vita ekki fyllilega hvaða landsvæði verða innlimuð Rússar héldu áfram ólögmætri tilraun sinni til þess að innlima úkraínsku héruðin fjögur þegar Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti aðgerðina í dag. Efri deild þingsins gerir slíkt það sama á morgun. AP-fréttastofan segir að innlimanirnir séu keyrðar í gegn í svo miklum flýti að rússneskir embættismenn hafi átt erfitt með að ná utan um hvaða svæði stendur nákvæmlega til að innlima. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að Donetsk og Luhansk gangi í rússneska sambandsríkið með sömu héraðsmörk og giltu áður en átök brutust þar út árið 2014. Enn hafi ekki verið ákveðið hver landamæri Kherson og Saporisjía verða.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira