Erla hafi logið upp á þá án aðstoðar lögreglu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2022 10:31 Magnús Leópoldsson sat alls í 105 daga í gæsluvarðhaldi. Vísir Magnús Leópoldsson, einn þeirra sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga eftir að hafa verið bendlaður við hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1976, segir niðurstöðu Endurupptökudóms vera hárrétta. Hann segir Erlu hafa logið um aðild hans að málinu án þess að vera undir pressu frá lögreglunni. Í gær hafnaði Endurupptökudómur Erlu um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að bera aðra menn röngum sökum. Magnús Leópoldsson, einn mannanna sem Erla bendlaði ranglega við málið, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sögu sína og útskýrði hvernig 105 daga gæsluvarðhaldi hans var háttað. Magnús var handtekinn á sama tíma og þeir Valdimar Olsen og Einar Bollason en Sigurbjörn Eiríksson var handtekinn síðar. Þurftu þeir allir að dvelja næstu þrjá mánuðina í einangrun eftir að hafa verið bendlaðir við málið af Erlu Bolladóttir, systur Einars. „Svo bara byrjaði þetta næstu nótt. Þá var fangavörður sem heimsótti mig og sagði mér að ég væri nú kominn af ágætu fólki og ráðlagði mér að játa þetta svo þetta væri bara búið. Það væri best fyrir mig og mína fjölskyldu. En það hvarflaði aldrei að mér að fara að játa eitthvað sem ég hafði aldrei gert,“ segir Magnús. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur Magnús segir lögreglumennina hafa látið við hans eins og allt lægi ljóst fyrir. Það eina í stöðunni fyrir hann væri að játa á sig glæpinn. Þá hafi hann ekki verið meðvitaður um handtöku Einars, Sigurbjörns og Valdimars. Hann hafi engan aðgang haft að dagblöðum eða fregnum á annan hátt. Einu samskipti hans við fólk, fyrir utan fangaverðina, hafi verið þegar hann fékk að ræða við lögmann sinn. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur. Á fundum með lögmanni hafi tveir lögreglumenn alltaf verið viðstaddir. „Ég hafði engin skriffæri eða neitt. Ég gat ekki skrifað mér til minnis sem var mjög bagalegt því ég hitti hann bara í fimmtán mínútur á viku. Þetta gekk mikið út á það hjá mér að reyna að rifja upp hvar ég var 19. nóvember 1974. Þá hverfur Geirfinnur og það var lykildagsetningin,“ segir Magnús. Þekkti ekkert til Erlu Þegar líða fór á fangelsisvistina fóru fram sakbendingar og sannprófanir. Magnús segir frásögn hans hafa verið sannprófaða með sögu Erlu. „Ég þekkti þá konu ekki neitt og hafði að mér vitandi ekki séð hana áður. Þar voru lögmenn okkar og rannsóknardómarinn. Hún var að útskýra ferð sem við áttum að hafa farið til Keflavíkur sem endaði með því að við drápum Geirfinn. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var háalvarlegt mál sem verið var að reyna að koma mér inn í,“ segir Magnús. „Það var enginn að aðstoða hana við að segja þessa sögu, þetta kom bara frá henni.“ Magnús segir að á þessum tíma hafi Erla ekki verið í gæsluvarðhaldi. Hún hafi einungis verið í haldi lögreglu í sex daga en þegar að þessari frásögn kom hafi hún verið laus allra mála. Erla hafði á þessum tíma verið handtekin fyrir póstsvikamál sem var algjörlega ótengt hvarfinu á Guðmundi og Geirfinni. Mikilvægt að segja satt „Ég skil alveg þessa frásögn og þannig en það er svo mikið atriði þegar fólk segir svona sögu að það skýri satt og rétt frá,“ segir Magnús. Er hún ekki að því? „Það verða aðrir að dæma um það. Við teljum að niðurstaða þessa endurupptökudómsstóls sé hárrétt. Og við teljum að dómurinn frá 1980 sé réttur, eins langt og það nær,“ segir Magnús. Niðurlægjandi að þau fái bætur Hann kveðst hafa haldið sig frá málinu eftir að honum var sleppt úr haldi. Fyrir þremur árum hafi leiðir þeirra Einars og Valdimars legið saman á ný. Þá hafi forsætisráðherra farið fram á endurskoðun á málum þeirra sem hlutu dóm í tengslum við hvörf Guðmundar- og Geirfinns. „Auðvitað er það niðurlægjandi fyrir okkur að það sé verið að borga fólki peninga fyrir að bera okkur röngum sökum. Þá fórum við að reyna að leiða menn inn á réttar brautir. Það er auðvitað mjög sérstakt að það sé verið að greiða þessu fólki peninga úr ríkissjóði. Við reyndum með kurteislegum bréfaskriftum að útskýra málið,“ segir Magnús sem sendi bréf á fjölda þingnefnda. Viðbrögðin hafi verið takmörkuð. Flúði upp í sveit Í viðtalinu í Bítinu ræðir Magnús einnig lífið eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. Hann ákvað að flýja upp í sveit til að fá næði og losna við áreitið. Honum voru dæmdar bætur vegna málsins. Greiðsla bótanna fór fram sjö árum síðar. Magnús segir marga vitnisburði til marks um að það hafi verið samantekin ráð hjá Erlu og föruneyti hennar að bera Magnús, Sigurbjörn, Valdimar og Einar röngum sökum ef upp kæmist um hvarfið. „Það eru til fullt af staðreyndum um þetta. Þessi dómur núna, fólk gerir þetta ekkert að gamni sínu, að koma með þessa niðurstöðu. Það eru bara ákveðnar staðreyndir sem liggja til grundvallar.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Lögreglan Bítið Tengdar fréttir Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Í gær hafnaði Endurupptökudómur Erlu um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að bera aðra menn röngum sökum. Magnús Leópoldsson, einn mannanna sem Erla bendlaði ranglega við málið, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sögu sína og útskýrði hvernig 105 daga gæsluvarðhaldi hans var háttað. Magnús var handtekinn á sama tíma og þeir Valdimar Olsen og Einar Bollason en Sigurbjörn Eiríksson var handtekinn síðar. Þurftu þeir allir að dvelja næstu þrjá mánuðina í einangrun eftir að hafa verið bendlaðir við málið af Erlu Bolladóttir, systur Einars. „Svo bara byrjaði þetta næstu nótt. Þá var fangavörður sem heimsótti mig og sagði mér að ég væri nú kominn af ágætu fólki og ráðlagði mér að játa þetta svo þetta væri bara búið. Það væri best fyrir mig og mína fjölskyldu. En það hvarflaði aldrei að mér að fara að játa eitthvað sem ég hafði aldrei gert,“ segir Magnús. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur Magnús segir lögreglumennina hafa látið við hans eins og allt lægi ljóst fyrir. Það eina í stöðunni fyrir hann væri að játa á sig glæpinn. Þá hafi hann ekki verið meðvitaður um handtöku Einars, Sigurbjörns og Valdimars. Hann hafi engan aðgang haft að dagblöðum eða fregnum á annan hátt. Einu samskipti hans við fólk, fyrir utan fangaverðina, hafi verið þegar hann fékk að ræða við lögmann sinn. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur. Á fundum með lögmanni hafi tveir lögreglumenn alltaf verið viðstaddir. „Ég hafði engin skriffæri eða neitt. Ég gat ekki skrifað mér til minnis sem var mjög bagalegt því ég hitti hann bara í fimmtán mínútur á viku. Þetta gekk mikið út á það hjá mér að reyna að rifja upp hvar ég var 19. nóvember 1974. Þá hverfur Geirfinnur og það var lykildagsetningin,“ segir Magnús. Þekkti ekkert til Erlu Þegar líða fór á fangelsisvistina fóru fram sakbendingar og sannprófanir. Magnús segir frásögn hans hafa verið sannprófaða með sögu Erlu. „Ég þekkti þá konu ekki neitt og hafði að mér vitandi ekki séð hana áður. Þar voru lögmenn okkar og rannsóknardómarinn. Hún var að útskýra ferð sem við áttum að hafa farið til Keflavíkur sem endaði með því að við drápum Geirfinn. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var háalvarlegt mál sem verið var að reyna að koma mér inn í,“ segir Magnús. „Það var enginn að aðstoða hana við að segja þessa sögu, þetta kom bara frá henni.“ Magnús segir að á þessum tíma hafi Erla ekki verið í gæsluvarðhaldi. Hún hafi einungis verið í haldi lögreglu í sex daga en þegar að þessari frásögn kom hafi hún verið laus allra mála. Erla hafði á þessum tíma verið handtekin fyrir póstsvikamál sem var algjörlega ótengt hvarfinu á Guðmundi og Geirfinni. Mikilvægt að segja satt „Ég skil alveg þessa frásögn og þannig en það er svo mikið atriði þegar fólk segir svona sögu að það skýri satt og rétt frá,“ segir Magnús. Er hún ekki að því? „Það verða aðrir að dæma um það. Við teljum að niðurstaða þessa endurupptökudómsstóls sé hárrétt. Og við teljum að dómurinn frá 1980 sé réttur, eins langt og það nær,“ segir Magnús. Niðurlægjandi að þau fái bætur Hann kveðst hafa haldið sig frá málinu eftir að honum var sleppt úr haldi. Fyrir þremur árum hafi leiðir þeirra Einars og Valdimars legið saman á ný. Þá hafi forsætisráðherra farið fram á endurskoðun á málum þeirra sem hlutu dóm í tengslum við hvörf Guðmundar- og Geirfinns. „Auðvitað er það niðurlægjandi fyrir okkur að það sé verið að borga fólki peninga fyrir að bera okkur röngum sökum. Þá fórum við að reyna að leiða menn inn á réttar brautir. Það er auðvitað mjög sérstakt að það sé verið að greiða þessu fólki peninga úr ríkissjóði. Við reyndum með kurteislegum bréfaskriftum að útskýra málið,“ segir Magnús sem sendi bréf á fjölda þingnefnda. Viðbrögðin hafi verið takmörkuð. Flúði upp í sveit Í viðtalinu í Bítinu ræðir Magnús einnig lífið eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. Hann ákvað að flýja upp í sveit til að fá næði og losna við áreitið. Honum voru dæmdar bætur vegna málsins. Greiðsla bótanna fór fram sjö árum síðar. Magnús segir marga vitnisburði til marks um að það hafi verið samantekin ráð hjá Erlu og föruneyti hennar að bera Magnús, Sigurbjörn, Valdimar og Einar röngum sökum ef upp kæmist um hvarfið. „Það eru til fullt af staðreyndum um þetta. Þessi dómur núna, fólk gerir þetta ekkert að gamni sínu, að koma með þessa niðurstöðu. Það eru bara ákveðnar staðreyndir sem liggja til grundvallar.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Lögreglan Bítið Tengdar fréttir Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29