Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 08:33 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta. epa/Philip Davali Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira