Nennum Nýsköpun Svava Björk Ólafsdóttir skrifar 5. september 2022 17:30 Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar