Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 20:30 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að erlendu starfsfólki muni halda áfram að fjölga verulega á Íslandi á næstu áratugum. Vísir/Steingrímur Dúi Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður.
Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira