Ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal kynnt fyrir áramót Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 10:59 Árelía Eydís Guðmundsdóttir tók sæti í borgarstjórn eftir kosningarnar í maí síðastliðinn. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og nýr formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir að málefni grunnskólastarfs í Laugardal nú vera í forgangi hjá sér og að ákvörðun um framtíð þess muni liggja fyrir á næstunni, að minnsta kosti fyrir áramót. „Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla. Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
„Þetta er mál sem varðar framtíðarskipulag sem þarf að taka af skarið um. Það er búið að taka mörg skref, skrifa skýrslur og vinna sviðsmyndagreiningar og er verið að fara yfir þær, kostnaðargreina og áhættumeta. Það er sérstakt áhersluatriði mitt að það verði tekin ákvörðun um framhaldið sem fyrst,“ segir Árelía Eydís í samtali við Vísi. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sagði í gær að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtíð skólastarfsins í Laugardal sem allra fyrst, enda séu bæði Laugarnesskóli og Langholtsskóli löngu sprungnir. Þá sé óvissan um framtíð skólastarfs í dalnum, sem hafi verið við lýði allt af lengi, óþolandi. Í ferli síðan 2018 Árelía segist vel skilja afstöðu Sigríðar Heiðu og kollega hennar. „Ég tek undir hvert orð Sigríðar Heiðu. Það þarf að láta hendur fram úr ermum. Þetta mál er búið að vera í ferli síðan 2018 og það er erfitt að bíða og skiljanlega er fólk orðið langþreytt. Það þarf að taka ákvörðun og vonandi verður hægt að kynna hana sem allra fyrst,“ segir Árelía sem hefur á síðustu dögum átt fundi með skólastjórum Laugarnesskóla, Langholtsskóla og Langholtsskóla. Talsvert hefur verið fjallað um framtíð grunnskólastarfs í Laugardal, en starfshópur á vegum borgaryfirvalda kynnti þrjár mögulegar sviðsmyndir um framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi í borgarráði í nóvember síðastliðinn. Var ráðist í vinnuna vegna fjölgunar barna í hverfinu og að verulega væri farið að þrengja að húsakosti Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Alltaf verði einhverjir óánægðir Árelía segir ljóst að sama hvaða sviðmynd verði fyrir valinu verði alltaf einhverjir sem muni verða óánægðir með niðurstöðuna. „Það mikilvæga er hins vegar að taka ákvörðun og hefja þá nauðsynlegu vinnu sem framundan sé,“ segir Árelía. Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Sviðsmyndinar þrjár sem nefndar voru í skýrslu starfshópsins voru eftirfarandi: Að skólarnir þrír verði starfræktir í óbreyttri mynd, nema að byggt verði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Gerð verði safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum. Hugað væri að þörf Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fyrir íþróttakennslu. Að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla. 1. og 2. bekkur úr Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Gera þarf ráð fyrir íþróttaaðstöðu í Laugarnesskóla og safnfrístund fyrir 3. og 4. bekk í Laugardalnum fyrir nemendur í Langholtsskóla og Laugarnesskóla. Að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Annað hvort yrði fundið húsnæði fyrir unglingaskólann eða byggt nýtt. Skólarnir þrír yrðu þá allir yngri barna-skólar fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Gera þyrfti ráð fyrir frístundaheimilum og félagsmiðstöðvastarfi í öllum þremur skólunum og rými fyrir skólahljómsveit Austurbæjar í Laugalækjarskóla.
Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25 Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Skólarnir í Laugardal gjörsamlega sprungnir og nauðsynlegt að „rífa plásturinn af“ Grunnskólarnir í Laugardal eru gjörsamlega sprungnir og er nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld að taka sem fyrst ákvörðun um framtíð skólastarfs í Laugardal. Óvissan, sem hafi verið við lýði of lengi, sé óþolandi fyrir skólastjórnendur, kennara, foreldra og börn. 25. ágúst 2022 12:25
Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. 5. nóvember 2021 13:31