Húsnæðisvandinn eins og hann birtist bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. ágúst 2022 09:01 Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég settist í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sumarið 2018 og fyrsta eina og hálfa árið stóðum við andspænis þeim veruleika að stórum hluta lóða sem bæjarráð úthlutaði til einstaklinga var skilað til baka að skömmum tíma liðnum. Þegar farið var að kanna hverju sætti með óformlegum hætti var algengasta ástæða skilanna sú að bankarnir vildu ekki veita húsbyggjendum lán. Með örðum orðum töldu bankarnir að of mikil þensla væri á húsnæðismarkaði. Árið 2020 er blásið í viðvörunarlúðra vegna Covid, „von er á dýpstu kreppu frá 1929“, lagt er til að vextir verði lækkaðir í sögulegt lágmark, væntanlega í von um það að almenningur skuldsetji sig og fari á neyslufyllerí til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu. Það fór á annan veg þar sem tækifæri almennings til þess að spreða voru takmörunum háð, ekki fórum við á veitingahús, til sólarlanda, í bíó eða leikhús. Það sem gerðist aftur á móti var það sem alltaf gerist þegar kreppulúðrar eru þeyttir, fólk flytur sig úr áhættusömum fjárfestingum yfir öruggari og hvað er öruggara en steinsteypa á Íslandi? Sá slaki sem myndast hafði á húsnæðismarkaði frá 2017 til 2019 hvarf eins og hendi væri veifað. Hver einasti fermetri seldist nánast á yfirverði með tilheyrandi hækkunum. Fólk sá áhættuminnstu fjárfestingarnar hækka um tugi prósentna á skömmum tíma. Þeir sem raunverulega þurftu að koma þaki yfir höfuð sitt sátu eftir því venjulegt fólk átti ekki roð í kaupgetu fjárfestanna. Auðvitað hafa vextir hækkað hratt, sem kemur niður á þeim sem síst skyldi. Þeir sömu og mæltu með lækkun vaxta mæla nú með skarpri hækkun vaxta og kenna lóðaskorti að mestu um þessa fasteignabólu sem þeir skópu sjálfir með vanhugsuðum efnahagsaðgerðum. Mér finnst með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að sjá fyrir húsnæðisþörf hér á landi vel fram í tímann með öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Við vitum hvenær flestir koma inn á húsnæðismarkaðinn, við vitum stærð áraganga, við vitum að einhverju leiti hversu mikil þörf er á erlendu vinnuafli, framleiðslugetu byggingariðnaðarins og við erum með nokkuð góðar spár um fjölda ferðamanna. Það er merkilegt hversu dugleg við erum að koma okkur í efnahagsleg klandur, hvort það er minnkarækt, bankastarfsemi eða húsnæðismarkaður. En það er kannski skiljanlegt þegar við höfum bara tvær stillingar á efnahagsmaskínunni, fulla ferð áfram eða snögghemlun. Við hljótum að geta gert betur, eða hvað? Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar