Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 21:00 Björgvin Sólberg segir ólíklegt að barn hans, sem er að verða tveggja ára, fái pláss á leikskóla fyrr en í lok árs. vísir/egill Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. „Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
„Við erum með tæplega tveggja ára gamalt barn sem hefur aldrei komist á leikskóla. Og eins og staðan er í dag lítur út fyrir að hann komist ekki á leikskóla fyrr en í lok árs,“ segir Björgvin Sólberg Björgvinsson, faðir barns sem var lofað plássi inn á nýjum leikskóla strax í næsta mánuði. Opnun þess leikskóla hefur nú verið frestað þangað til í október. Þessar aðstæður eru orðnar ansi algengar í Reykjavíkurborg í dag. Eins og er eru tæplega 800 börn, eins árs og eldri, á biðlista eftir að komast inn á leikskóla. Skortur á húsnæði hefur verið helsta vandamál borgarinnar. Víða um borgina er verið að byggja leikskóla þá kemur að öðru vandamáli; framkvæmdunum hefur seinkað víðast hvar eins og til dæmis við Nauthólsveg. Leikskólinn átti að vera tekinn til notkunar í byrjun árs. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það verði fyrr en í október, í fyrsta lagi. Mikið á eftir að gera við lóðina hjá Ævintýraborgum við Nauthólsveg áður en leikskólinn verður tekinn í notkun.vísir/egill Þetta á við um allar Ævintýraborgirnar, sem áttu að veita 340 börnum pláss í ár. Aðeins einn skóli af fjórum er tilbúinn, við Eggertsgötu. Hinum þremur hefur seinkað; við Vörðuskóla opnar í desember og við Nóthólsveg og í Vogabyggð opnar í október. Foreldrar hafa tekið út sumarleyfi næsta árs „Okkur var lofað plássi fyrst núna í byrjun september en svo fáum við tölvupóst frá Reykjavíkurborg 20. júlí um að fresta eigi opnun skólans vegna þess að lóðin er ekki tilbúin eins og við sjáum,“ segir Björgvin. Þannig hafði 100 börnum verið lofað plássi hér við Nauthólsveginn. 25 hefur verið komið fyrir annað en eftir standa 75 börn sem eiga foreldra sem voru búnir að gera aðrar ráðstafanir en að vera heima með þau í haust. „Fólk er bara búið að gera plön, kannski nýta sumarfríin sín með fjölskyldunni, eðlilega. Og það er náttúrulega algjör forsendubrestur að fá þessar upplýsingar svona seint, sérstaklega þegar þær liggja fyrir löngu áður,“ segir Björgvin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um að foreldrar í stöðu Björgvins fái greiddar 200 þúsund krónur mánaðarlega í bætur frá borginni á meðan beðið er eftir plássi. Þetta segir Björgvin að væri sanngjarnt enda fólk orðið fyrir miklum tekjumissi hafandi verið svo lengi heima með börn sín. „Reykjavíkurborg er svolítið búið að draga fólk á asnaeyrum og fólk hefur þurft að nýta öll sín frí, taka út sumarleyfi næsta árs, taka launalaust leyfi. Og það er í raun ekkert sem Reykjavíkurborg gerir til að koma til móts við fólk,“ segir Björgvin.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent