Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 13:01 Kristín Tómasdóttir hvetur foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín í Ráðhúsið á morgun klukkan 8:45, korteri fyrir fund borgarráðs. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16