„Í dag er stóri dagurinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2022 11:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp. Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga. Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Hinsegin dagar hafa verið haldnir hátíðlegir alla vikuna en stærsti viðburður vikunnar fer fram í dag, Gleðigangan eina sanna. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, er afar spenntur fyrir göngunni. „Í dag er stóri dagurinn, það fer að líða undir lok á dagskrá Hinsegin daga og komið að Gleðigöngunni, svo verður útihátíð í Hljómskálagarðinum í kjölfarið. Lokaballið er svo í kvöld með Stjórninni,“ segir Gunnlaugur í samtali við fréttastofu. Gangan hefst klukkan tvö í dag en veðurspáin er með besta móti þrátt fyrir að það líti út fyrir að skýin ætli ekki að forða sér í dag. En hvert er gengið? „Gangan leggur stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö og mun liðast niður Skólavörðustiginn, Bankastræti, Lækjargötu og enda við Hljómskálagarðinn,“ segir Gunnlaugur og hvetur alla til að koma sér fyrir á gönguleiðinni til að fylgjast með. Hann segir fólk mega búast við ýmsu, þó fyrst og fremst gleði. „Það verður litadýrð, það verða læti, það verður gleði, það verður barátta. Mér finnst ekki ólíklegt að það verði pólitísk skilaboð að einhverju leiti, við erum að sjá bakslag hér heima og víða erlendis. Það kæmi mér ekki á óvart þótt það væru nokkur skýr skilaboð í göngunni í dag. Svo auðvitað bara góð skemmtun á sviðinu í Hljómskálagarðinum í kjölfarið,“ segir Gunnlaugur. Í kvöld fer síðan fram lokaball Hinsegin daga á Bryggjunni steikhús. Stjórnin treður þar upp áður en DJ Margrét Maack tekur við og spilar fram á nótt. Hægt er að nálgast miða á vefsíðu Hinsegin daga.
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira