Söfn fyrir öll Dagrún Ósk Jónsdóttir og Steindór G. Steindórsson skrifa 3. ágúst 2022 14:01 Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Söfn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Söfn gegna mikilvægu hlutverk í samfélaginu, þau safna og varðveita gripi fyrir komandi kynslóðir, miðla menningararfinum til fólks á fjölbreyttan hátt, stunda rannsóknir, standa fyrir viðburðum, fræða og gleðja svo eitthvað sé nefnt. Þau endurspegla samfélagið, tengja saman fortíð og samtíð og reyna að stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af því sem þar er að finna. Mörg söfn hafa undanfarin ár lagt sig fram við að miðla fjölbreytileikanum, fjalla um ólíka hópa samfélagsins svo að sem flest geti tengt við það sem fyrir augu ber. Nú eru hinsegin dagar gengnir í garð en saga hinsegin fólks er oft frekar ósýnileg á söfnum. Safnkostur endurspeglar oftast efnismenningu en kynhneigð eða kynvitund fólks sést (yfirleitt) ekki á efnislegum hlutum. Árið 2018 þegar Samtökin 78 urðu 40 ára leituðu þau til Þjóðminjasafnsins um samstarf til að gera hinsegin fólk sýnilegt í grunnsýningu safnsins. Þá var valin sú leið að búa til vegvísi með hugleiðingum um hinsegin sögu á Íslandi en sú leiðsögn heitir Regnbogaþráðurinn. Regnbogaþráðurinn var opnaður í nóvember 2018 og er hinsegin vegvísir í gegnum grunnsýninguna: Þjóð verður til: menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt. Regnbogaþráðurinn byggir á rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin ár innan hinsegin sögu. Þráðurinn slitnar á miðöldum en heldur áfram á 19. öld vegna skorts á rannsóknum og heimildum um það tímabil. Þjóðminjasafnið. Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýnnar hugsunar. Í leiðsögninni er meðal annars fjallað um ástir kvenna, karla í ástandinu, sjálfsmyndir, beinagrindur og klaustur. Saga hinsegin fólks er ekki oft sögð á opinberum söfnum og sýningum. Með þessu framtaki vilja Þjóðminjasafnið og Samtökin '78 benda á mikilvægi þess að segja sögu minnihlutahópa á söfnum og skoða hefðbundna Íslandssögu út frá gagnrýnum sjónarhóli og spyrja spurninga um hverra saga sé sögð. Á Alþjóðlega safnadaginn sem haldinn var í maí síðastliðinn var þemað einmitt máttur safna sem er meðal annars geta þeirra til að fræða okkur um fortíðina og á sama tíma opna hug okkar gagnvart nýjum hlutum og hugmyndum sem gerir okkur kleift að leggja grunn að betri framtíð. Þess vegna er mikilvægt að söfn endurspegli fjölbreytileikann og séu fyrir okkur öll. Gleðilega hinsegin daga! Steindór Gunnar Steindórsson er samskiptastjóri Þjóðminjasafnsins og Dagrún Ósk Jónsdóttir er verkefnisstjóri FÍSOS.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun