Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 14:01 Ferðamenn á Egilsstöðum. Rekstraraðilar eru ósáttir við markaðssetningu landshlutans. Vísir/Vilhelm Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira