Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Ólafur Björn Sverrisson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. júlí 2022 07:38 Svona var umhorfs eftir sprengjuárásir Rússa á Odesa-höfn á laugardagsmorgun. epa Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Serhiy Bratsjuk, talsmaður hersins í Odesa, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að eldflaugum hafi verið skotið á borgina frá herþotum, án þess að tilgreina fjölda flauga eða tjón. Bratsjuk boðar frekari upplýsingar innan skamms. Rússar gerðu síðast eldflaugaárás á Odesa á laugardagsmorgun, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. Í samningum voru ákvæði um að Rússar myndu ekki gera loftárásir á hafnir í Úkraínu svo hægt væri að koma rúmum 20 milljón tonnum af korni og öðrum landbúnaðarvörum út á heimsmarkað. Ráðgert var að þeir flutningar myndu fyrst og fremst fara í gegnum höfn Odesa. Selenskí Úkraínuforseti sakaði Rússa um villimennsku í kjölfar árásanna og sagði þær sýna að Rússar muni svíkja öll loforð. Borgarsjtjóri Kharkiv greinir frá því á Telegram að Rússar hafi varpað sprengjum á íbúðahverfi í borginni í nótt. Þá hafi sprengjum verið varpað á íbúða- og verslunarhverfi í borginni um fimmleytið í morgun að staðartíma. Þá greinir borgarstjóri Mykolaív einnig frá því á Telegram í morgun að miklar sprengingar hafi heyrst í borginni í nótt. Hann hvatti borgarbúa til að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira