Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 09:03 Vinkonurnar af höfuðborgarsvæðinu, sem voru svo ánægðar með Seyðisfjörð en þetta eru þær frá vinstri, Júlía Gunnlaugsdóttir, Auður Gunnlaugsdóttir og Særós Gunnarsdóttir. Þær sögðust elska staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. „Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
„Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira