Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 09:03 Vinkonurnar af höfuðborgarsvæðinu, sem voru svo ánægðar með Seyðisfjörð en þetta eru þær frá vinstri, Júlía Gunnlaugsdóttir, Auður Gunnlaugsdóttir og Særós Gunnarsdóttir. Þær sögðust elska staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. „Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
„Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira