Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2022 10:46 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári. Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári.
Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55