Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 15:17 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér skóla í Kharkiv-héraði, sem stórskemmdist í árás Rússa. AP/Evgeniy Maloletka Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum. Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Rússneskir kennarar hafa fengið skilaboð um að mánaðarlaun þeirra í Úkraínu yrðu allt að sexföld hefðbundin laun kennara í Rússlandi. Þau þyrftu að fara til Zaporizhzhia- og Kherson-héraða yfir sumarið og undirbúa grunnskóla þar fyrir komandi vetur, samkvæmt frétt Washington Post. Var því heitið að þessi svæði í Úkraínu sem um ræðir væru örugg. Einn viðmælandi WP sagði kennara þó átta sig á því að ferðir til Úkraínu hefðu ekkert gott í för með sér. Þrátt fyrir að fundu blaðamenn miðilsins vísbendingar um að fjölmargir kennarar úr einu héraði Rússlands hefðu samþykkt að fara til Úkraínu. Annar viðmælandi Washington Post sagðist ætla að fara. Hann hefði engu að tapa þar sem hann væri skilinn og börn hans gengin úr grasi. Hann gæti því starfað lengi í Úkraínu og sérstaklega fyrir svo góð laun. Vilja Rússavæða Úkraínu Rússar hafa reynt af fremsta megni að „Rússavæða“ yfirráðasvæði sín í Úkraínu. Skiltum á úkraínsku hefur verið skipt út fyrir rússnesku, ríkismiðlar Rússlands eru þeir einu sem fólk hefur aðgang að og íbúar þessara svæða eru undir miklum þrýstingi varðandi það að fá sér rússnesk vegabréf. Sergei Kravtsov, menntamálaráðherra Rússlands, sagði á fundi í lok júní að það væri gífurlega mikilvægt að hafa áhrif á menntun barna. Það væri nauðsynlegt að „leiðrétta“ menntun barna í Úkraínu. Hann hafði áður sagt Rússa staðráðna í að kenna úkraínskum börnum sögu Úkraínu og Rússlands frá sjónarhóli Rússa.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39