Íranir útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásardróna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2022 12:01 Hermenn hvíla sig fyrir framan fjölbýlishúsið sem hinn sjötugi Valerii Ilchenko býr í Kramatorsk. Hann var áður í sovéska hernum og er bálreiður út í Rússa vegna innrásarinnar þótt hann ætli ekki að verða við fyrirmælum um að flýja borgina. AP/Nariman El-Mofty Bandaríkjastjórn segir stjórnvöld í Íran með í undirbúningi að útvega Rússum hundruð eftirlits- og árásar dróna og að þjálfa Rússa í notkun þeirra. Að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar særðust í árás Rússa á heilsugæslu og íbúðarhúsnæði í borginni Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu í nótt. Miklir bardagar eru í Donetsk héraði sem Rússar leggja höfuð áherslu á að ná að fullu á sitt vald eftir að þeir lögðu Luhansk hérað undir sig fyrir rúmri viku. Rússar halda einnig uppi óreglubundnum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir víðs vegar um Úkraínu. Hinn sjötugi eftirlaunamaður Valerii Ilchenko er einn þeirra mörgu eldri borgara sem ekki æta að fara að fyrirmælum um að flýja borgina Kramatorsk. Hann segist ekkert geta farið.AP/Nariman El-Mofty Um klukkan eitt í nótt skutu þeir tveimur eldflaugum á heilsugæslu og íbúðarhús í borginni Mykolaiv í suður Úkraínu. Tólf manns særðust. Þá er tala látinna eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði komin upp í 30 manns. Níu manns var bjargað úr húsarústum í gær en fjöldi manns er enn grafinn í rústunum. Rússar segja að bækistöðvar svæðisherdeildar Úkraínumanna hafi verið skotmarkið og að 300 úkraínskir hermenn hafi fallið í árásinni. Chasiv Yar hefur einnig sálræna þýðingu vegna þess að þetta er heimabær Volodymyrs Zelenskyy forseta landsins. Fjöldi fólks sem hefur ákveðið að vera áfram í Kramtorsk í biðröð eftir matargjöfum frá borgarstjórn Kramatorsk.AP/Nariman El-Mofty Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás Rússa á Kharkiv, næst fjölmennustu borg Úkraínu, í gær og rúmlega þrjátíu manns særðust. Þeirra á meðal börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Í síðustu viku skoraði héraðsstjóri Donetsk héraðs á íbúa í Kramatorsk að flýja borgina til vesturs vegna sóknar Rússa og til að auðveldara verði fyrir Úkraínuher að verja borgina. Margir hafa orðið fyrir því en fjöldi eldri borgarar ætlar hins vegar ekki að flýja af mörgum ástæðum. Gervihnattarmynd sýnir rústirnar af hergagnageymslu Rússa sem Úkraínumenn sprengdu í loft upp í bænum Nova Kakhovka í morgun.AP/Planet Labs PBC Íbúarnir eru margir af rússneskum uppruna og segjast óttast að vera ekki velkomnir í vesturhlutanum eftir margra ára stríðsátök í austurhéruðunum sem hófust árið 2014. Sumir segjast ekki hafa efni á því að flýja og aðrir segjast ekki hafa að neinu að hverfa í vestri. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússa hafa misst mikið magn hergagna í innrás sinni í Úkraínu.AP/Evan Vucci Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens forseta Bandaríkjanna segir Bandaríkjastjórn hafa fulla trú á að Úkraínumenn geti varið höfuðborgina og fleiri mikilvægar borgir. Rússar hafi misst mikið magn hergagna í stríðinu og ekki náð markmiði sínu um allsherjar sigur. Nú leiti þeir eftir hergögnum frá ríkjum eins og Íran. „Samkvæmt okkar upplýsingum eru stjórnvöld í Íran að undirbúa að útvega Rússum nokkur hundruð eftirlits- og árásar dróna. Þá benda okkar upplýsingar einnig til þess að Íranir ætli að hefja þjálfun Rússa á notkun þeirra nú þegar í þessum mánuði,“ sagði Sullivan. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Miklir bardagar eru í Donetsk héraði sem Rússar leggja höfuð áherslu á að ná að fullu á sitt vald eftir að þeir lögðu Luhansk hérað undir sig fyrir rúmri viku. Rússar halda einnig uppi óreglubundnum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgir víðs vegar um Úkraínu. Hinn sjötugi eftirlaunamaður Valerii Ilchenko er einn þeirra mörgu eldri borgara sem ekki æta að fara að fyrirmælum um að flýja borgina Kramatorsk. Hann segist ekkert geta farið.AP/Nariman El-Mofty Um klukkan eitt í nótt skutu þeir tveimur eldflaugum á heilsugæslu og íbúðarhús í borginni Mykolaiv í suður Úkraínu. Tólf manns særðust. Þá er tala látinna eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í bænum Chasiv Yar suður af stjórnsýsluborginni Kramatorsk í Donetsk héraði komin upp í 30 manns. Níu manns var bjargað úr húsarústum í gær en fjöldi manns er enn grafinn í rústunum. Rússar segja að bækistöðvar svæðisherdeildar Úkraínumanna hafi verið skotmarkið og að 300 úkraínskir hermenn hafi fallið í árásinni. Chasiv Yar hefur einnig sálræna þýðingu vegna þess að þetta er heimabær Volodymyrs Zelenskyy forseta landsins. Fjöldi fólks sem hefur ákveðið að vera áfram í Kramtorsk í biðröð eftir matargjöfum frá borgarstjórn Kramatorsk.AP/Nariman El-Mofty Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás Rússa á Kharkiv, næst fjölmennustu borg Úkraínu, í gær og rúmlega þrjátíu manns særðust. Þeirra á meðal börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Í síðustu viku skoraði héraðsstjóri Donetsk héraðs á íbúa í Kramatorsk að flýja borgina til vesturs vegna sóknar Rússa og til að auðveldara verði fyrir Úkraínuher að verja borgina. Margir hafa orðið fyrir því en fjöldi eldri borgarar ætlar hins vegar ekki að flýja af mörgum ástæðum. Gervihnattarmynd sýnir rústirnar af hergagnageymslu Rússa sem Úkraínumenn sprengdu í loft upp í bænum Nova Kakhovka í morgun.AP/Planet Labs PBC Íbúarnir eru margir af rússneskum uppruna og segjast óttast að vera ekki velkomnir í vesturhlutanum eftir margra ára stríðsátök í austurhéruðunum sem hófust árið 2014. Sumir segjast ekki hafa efni á því að flýja og aðrir segjast ekki hafa að neinu að hverfa í vestri. Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir Rússa hafa misst mikið magn hergagna í innrás sinni í Úkraínu.AP/Evan Vucci Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens forseta Bandaríkjanna segir Bandaríkjastjórn hafa fulla trú á að Úkraínumenn geti varið höfuðborgina og fleiri mikilvægar borgir. Rússar hafi misst mikið magn hergagna í stríðinu og ekki náð markmiði sínu um allsherjar sigur. Nú leiti þeir eftir hergögnum frá ríkjum eins og Íran. „Samkvæmt okkar upplýsingum eru stjórnvöld í Íran að undirbúa að útvega Rússum nokkur hundruð eftirlits- og árásar dróna. Þá benda okkar upplýsingar einnig til þess að Íranir ætli að hefja þjálfun Rússa á notkun þeirra nú þegar í þessum mánuði,“ sagði Sullivan.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23 Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45 Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. 11. júlí 2022 10:23
Stjórnvöld í Úkraínu hvetja íbúa að flýja fyrir gagnárás í Kherson og Zaporizhzhia Stjórnvöld í Úkraínu hafa varað íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við yfirvofandi gagnsókn á svæðinu og hvatt þá til að flýja. Svæðin eru nú á valdi Rússa en Úkraínumenn hyggjast freista þess að ná þeim aftur á næstu dögum og vikum. 11. júlí 2022 08:45
Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10. júlí 2022 21:07