Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 11:57 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný. Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Í tillögunni, sem var samþykkt samhljóða, segir jafnframt að einnig verði stutt við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar. Einnig verði horft til gildandi jafnréttisstefnu bæjarins og metið hvort og þá að hvaða leyti hún geti ýtt betur undir fjölbreytileika og styrkt stöðu hinsegin fólks og annarra hópa sem geta átt undir högg að sækja stöðu sinnar vegna. Í greinargerð með tillögunni segir að Garðabær standi með hinsegin fólki og baráttu þeirra fyrir mannréttindum. „Í Garðabæ tilheyrum við öll og það er okkur, kjörnum fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Garðabæjar, mikilvægt að sveitarfélagið sýni stuðning sinn í verki. Þess vegna leggjum við til að gengið verði til viðræðna við Samtökin ’78 - félag hinsegin fólks á Íslandi, sem halda úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og ráðgjöf, um samstarfssamning. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að mannréttindi og virðing fyrir fjölbreytileika mannlífsins sé í hávegum höfð,“ segir í greinargerð. Þá segir enn fremur að Garðabær sé barnvænt samfélag sem vinni að að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Aukin meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu sé mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Vilja stíga skrefinu lengra Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir um mikilvægt skref að ræða. „Það hefur verið vel haldið utan um fræðslu um hinsegin málefni í Garðabæ og starfsfólk okkar sýnt metnað í henni. En nú viljum við stíga skrefinu lengra og nýta samstarf við Samtökin´78 til að þróa fræðslu og umræðu um fjölbreytileika mannlífsins áfram. Við munum skýra nánar frá vinnu við samninginn og útfærslum á næstu vikum,“ er haft eftir Almari í fréttatilkynningu um málið. Bæjarfulltrúarnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson eru sammála um hversu þarft það er að efla hinsegin fræðslu og meðvitund. „Garðabær er með þessari mikilvægu ákvörðun að taka stórt skref í mannréttindamálum og sýnir stuðning við hinsegin fólk í verki. Hinsegin fræðsla og aukin meðvitund um hinsegin málefni mun stuðla að opnara og frjálsara samfélagi þar sem öll fá að tilheyra,“ er haft eftir þeim í tilkynningu. Í tilefni af samþykktinni komu bæjarráðsfulltrúar saman að loknum fundi og máluðu regnbogafánann við inngang Garðatorg 7 á ný.
Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Stolt út um allt í Garðabæ! Í dag er gleðidagur fyrir okkur öll sem tilheyrum hinsegin samfélaginu í Garðabæ og um leið fyrir samfélagið allt. 5. júlí 2022 07:01