Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:11 Sjáskot úr myndbandi sem tekið var upp þegar Miller tók konuna kverkataki. Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér. Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér.
Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira