Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Claudia Cardinale er látin

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Baywatch aftur á skjáinn

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjölgar mann­kyninu enn frekar

Tónlistarkonan Cardi B á von á sínu fjórða barni og því fyrsta með kærasta sínum, NFL-kappanum Stefon Diggs. Fyrir á hún tvær dætur og einn son með rapparanum Offset.

Lífið
Fréttamynd

Laufey treður upp með Justin Bieber

Súperstjarnan Laufey Lín kemur fram á tónlistarhátíðinni Coachella í eyðimörkinni í Kaliforníu á næsta ári. Er um að ræða einhverja stærstu tónlistarhátíð í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Drake fékk brjósta­haldarann frá Guggu í fangið

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát á Instagram, kastaði brjóstahaldara sínum upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín í Þýskalandi í gær. Drake var hæstánægður með uppátækið.

Lífið
Fréttamynd

Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum

Fyrrverandi eiginmaður Kristinar Cabot, mannauðsstjóra tæknifyrirtækisins Astronomer, sem var gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron, forstjóra Astronomer, á Coldplay-tónleikum í júlí, segir þau þegar hafa ætlað að skilja fyrir fjölmiðlafárið.

Lífið
Fréttamynd

Um­deild mormónadrottning nýja piparjónkan

Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 

Lífið
Fréttamynd

Segist ekki dauður heldur „sprell­lifandi“

Bandaríski leikarinn Danny Trejo segir fregnir af dauða sínum ekki sannar heldur sé hann „sprelllifandi“. Fréttir af dauða hans hafa dreift sér um samfélagsmiðla og aðrir Hollywood-leikarar látið blekkjast.

Lífið
Fréttamynd

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Lífið
Fréttamynd

Sophie Turner verður Lara Croft

Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kaupir fjórða húsið við sömu götu

Heimsfrægi söngvarinn Harry Styles hefur keypt fjórða húsið sitt við sömu götuna í Lundúnum. Hann hyggst sameina lóðirnar og byggja þar gríðarstórt glæsisetur.

Lífið