Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:27 Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009.
Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41