Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 14:46 Álver Alcoa í Reyðarfirði er stærsti losandinn á Íslandi sem heyrir undir viðskptakerfi ESB með losunarheimildir. Öll fyrirtækin sem heyra undir það á Íslandi þurftu að kaupa sér heimildir umfram þær sem þau fengu úthlutað í fyrra. Vísir/Arnar Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52