Sneru við sýknudómi manns sem nauðgaði fyrrverandi kærustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 17:47 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gefið var að sök að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Var manninum gert að sæta fangelsisrefsingu í þrjú ár en héraðsdómur hafði áður sýknað manninn vegna sönnunarskorts. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent