Blíðviðri og ekkert lúsmý Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 10:44 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir skóginn skarta sínu fegursta þessa dagana. aðsend Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“ Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“
Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Sjá meira
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00