Sandfok frá Suðurlandi leikur höfuðborgarbúa grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2022 10:25 Mynd úr safni. Svifryk mælist hátt á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst hár á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöld. Rykið kemur frá söndunum á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Á vefnum Loftgæði.is, þar sem fylgst er með styrk svifryks má sjá að mælirinn í Dalsmára í Kópavogi sýnir litakóðann rauðan, sem þýðir að styrkur svifryks er óhollur. Óholl = Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil. Klukkan níu í morgun var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 97 míkrógrömm á rúmmetra, í mælistöð á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar var klukkustundargildið 93,5 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöð við Laugarnes 74,8 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í tilkynningu borgarinnar segir að samkvæmt Veðurstofu Íslands sé ryk að berast inn á höfuðborgarsvæðið frá söndunum á Suðurlandi. Hægur vindur hefur verið í borginni og því hefur rykið haldist á svæðinu. Búist er við að bæti í vind þegar líða fer á daginn og ættu loftgæði að fara batnandi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur þá sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, aldraða og börn til að forðast útivist meðan svifryk er hátt. Umhverfismál Mosfellsbær Reykjavík Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Á vefnum Loftgæði.is, þar sem fylgst er með styrk svifryks má sjá að mælirinn í Dalsmára í Kópavogi sýnir litakóðann rauðan, sem þýðir að styrkur svifryks er óhollur. Óholl = Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil. Klukkan níu í morgun var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 97 míkrógrömm á rúmmetra, í mælistöð á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar var klukkustundargildið 93,5 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöð við Laugarnes 74,8 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í tilkynningu borgarinnar segir að samkvæmt Veðurstofu Íslands sé ryk að berast inn á höfuðborgarsvæðið frá söndunum á Suðurlandi. Hægur vindur hefur verið í borginni og því hefur rykið haldist á svæðinu. Búist er við að bæti í vind þegar líða fer á daginn og ættu loftgæði að fara batnandi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur þá sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, aldraða og börn til að forðast útivist meðan svifryk er hátt.
Óholl = Mikil loftmengun. Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.
Umhverfismál Mosfellsbær Reykjavík Garðabær Seltjarnarnes Kópavogur Hafnarfjörður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira