Áætlað verðmæti þýfisins 43 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2022 11:18 Maðurinn er sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022þ Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira